Heimasíða Ásgarðs

11.09.2008 14:24

Niðurrifsfréttir úr Ásgarðinum

Smá blogg svona úr því að ég er orðin nettengd á ný!
Og búin að fá sjónvarp aftur OG gemsa!
Ein var orðin soldið fúl núna síðustu dagana .
En nú brosi ég á ný .

1 September hófst hér vinna við að rífa niður gamla verkstæðið
 í Ásgarði en hluti þess hefur lengi vel verið við það að yfirgefa okkur í verstu veðurlátunum undanfarin ár.
Alveg merkilegt samt hvað það hefur tollað hér lengi!

Þeir hafa verið röskir við þessa vinnu sína strákarnir en Óskar og Addi hafa verið aðalsprauturnar og gengið alveg svakalega vel.Þvílíkir dugnaðarforkar þessir tveir dúddar .

Niðurrifið tók ekki marga daga eftir að öll helstu verðmæti höfðu verið flutt út en þarna úði og grúði af allskonar misdýrmætum hlutum.
Hebbi minn átti ábyggilega voðalega bágt en ég sá að hann beit á jaxlinn og ýmislegt fékk að fara sína síðustu ferð á haugana.

Ég fyllti td eitt fiskikar af mínum dýrmætu hlutum sem eru verkfærin mín sem ég hef notað við að gera við reiðtygi.
Eitthvað fékk samt að fara í ruslið en ekkert sem mátti ekki missa sín og það kannski fyrir mörgum árum.

Enduruppbygging hófst svo og hér koma og fara allskonar bílar með steypu,möl og annað sem ég kann ekki að nefna.

Þetta verður allt annað líf þegar að verkstæðið verður komið aftur í nothæft ástand,allt miklu rýmra og betra og ég fæ aftur horn fyrir verkfærin mín og þá verður nú sest aftur niður og hnoðað og dundað við beisli og múla og annað sem þarfnast viðgerðar.

Farin út að taka myndir af Hrók og kærustunni hans ! Sú nýjasta sem kom til hans um daginn er sko búin að fara í heilann hring og nú sér hún ekki sólina fyrir honum og heimtar gott í kroppinn og leggur hann í einelti !!! 
Ég smellti mynd af ástfangna parinu í einum grænum Selma .

Gesta Blesa er með Hrók undir smásjá og víkur ekki frá honum.

Hún horfir á hann hugfangin og það er alveg sama hvað hann gerir,pissar eða leysir vind hún er rokin uppað honum með aðdáunarhneggi hehehehehehehe............!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 516
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 298041
Samtals gestir: 34382
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:10:14