Heimasíða Ásgarðs

30.08.2008 16:13

Hávi heimsfrægur í Germany!


Mont mont.............grobb,grobb .
Hann Hávi okkar er orðinn heimsfrægur í Þýskalandi en vefsíða ein þar sem hrossin frá okkur eru auglýst til sölu inná tók það upp hjá sér að birta mynd af honum Háva að horfa útí hinn stóra heim niður á baka hjá okkur.
Kíkið hér:http://www.taktklar.de/

Annars er hér allt gott að frétta og við á fullu að flytja allt dót/drasl úr verkstæðinu og yfir í vélaskemmu en á allra næstu dögum verður gamla verkstæðið rifið niður og annað byggt í staðinn.

Askur frá Hraunsnefi til sölu/for sale.

Þá er ég búin að leiða síðustu merina undir stóðhest í ár og fyrir valinu urðu þau Askur og Feilstjarna sem er einungis 3 vetra en orðin stór og stæðileg hryssa.
Mín reynsla er sú að það sé betra að temja hryssu sem hefur gengið með stóðhesti og alið afkvæmi heldur en sú sem ekki hefur fengið þá reynslu að vera í stóði þarsem reglur eru og upplifa það að eiga afkvæmi.
Ég hefði alveg viljað halda fleirum hryssum í á en þær eru bara allar komnar með fyl í sig .
Nú verð ég að fara að drífa mig að gera eitthvað annað við daginn en að hanga í tölvunni!
Það eru að koma gestir að kíkja á folöld og kannski maður skelli í skál og hræri eina soppu af Vöfflum!
Verð að setja inn þessa skemmtilegu mynd af henni Íris vinkonu minni með henni Svöl.

Svöl að laga aðeins hárið að aftan hjá henni Íris .

Ps.Lumar einhver á góðri uppskrift af Kindakæfu???
Endilega commenta henni hér fyrir neðan .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 622
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 802
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 311870
Samtals gestir: 36835
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:26:38