Heimasíða Ásgarðs

02.08.2008 12:52

Folöld til sölu og heyskapur á fullu

Við erum enn á lífi hér á bæ.Heyskapur á fullu og allt gengur vel á meðan að slátturvélarnar snúast.
Eithvað hefur þó verið að bila og þá fær maður fyrir hjartað enda brakandi blíða og eins gott að notfæra sér það.

Ég dreif mig út með cameruna um daginn og smellti af nokkrum myndum af folöldunum og mæðrum þeirra.

Eðja frá Hrísum,móvindótt/litförótt.

Nú er það komið í ljós hvaða folöld eru litförótt af þeim sem mátti eiga von á að fengju þann lit.

Dúfa farin að losna við folaldahárin.Dúfa er seld til Sviss.

Dúfa sýndi það nú strax að hún er litförótt en hún er undan Eðju og Hrók.


Himinglæva frá Ásgarði er til sölu.

Himinglæva undan Stórstjörnu og Óðinn Hróks er ekki litförótt en voðalega fallega byggt folald og skemmtilegt.

Hávi frá Ásgarði er til sölu.

Hávi undan Heilladís (LM Sokku:) og Dímoni Glampasyni er ekki litföróttur og nú get ég sagt það kinnroðalaust að hann er undan Dímoni.

Sváfnir og Hávi í leik.

Hávi er til sölu,kíkið í folöld til sölu dálkinn hér uppi til vinstri.

Hávi sýnir þess augljós merki að hann sé Dímonarsonur en ég er búin að komast aðeins í kynni við folöld undan honum.
Það er nóg að snerta þau einu sinni og þá eru þau orðin spök!
Allt annað hárafar er á þeim líka og byggingin er algjörlega frá Dímoni komin.Vel reistur og vel settur háls og samræmið gott.

Freyja frá Ásgarði.

En mest er ég stoltust af merfolaldinu undan tveimur litföróttum foreldrum þeim Mön og Óðni en það er litförótt!!!!Einsog hvert einasta folald undan henni Mön!
Freyja Imsland kom hér um daginn ásamt Páli Imsland pabba sínum og með þeim í för var dýralæknir sem kom til að taka blóðsýni úr folaldinu en Freyja er að safna sér í verðandi kynbótabombu og hárreytir og safnar blóði sem mest hún má.
Nú er bara spurningin,hvað mætir í brautina á LM frá Freyju Imsland 2012 ?

Freyja að kljást við systur sína hana Himinglævu.

Hehehehehehehe.......... Ég verð að segja ykkur satt.
Freyja stundar spennandi rannsóknir ytra varðandi litaerfðir hrossa ásamt fleiru og nú skal sko finna í eitt skipti fyrir öll erfðir á litförótta litnum.
Kann kannski ekki alveg að segja frá þessu á mjög faglegann máta en ég vil heldur að Freyja commenti betur um það sem hún er að gera.
Svo á ég ekki að vera að kjafta frá en ég veit að niðurstöðu úr merfolaldinu undan Mön og Óðni er beðið með spenningi (bæði litförótt ef þið náðuð því ekki ).

Það er svo mikið rifist um að það sé ekki hægt og eigi ekki að vera hægt að rækta undan tveimur litföróttum hrossum en það er hægt og hefur margoft verið gert.
Nú svo er líka talað um banagen sem á að deyða fóstrið fljótlega ef það er arfhreint.

Nú er ég búin að bulla nóg í ykkur en ég ætla að klikka út þessu bloggi með nafni á þetta folald en hún á að heita í höfuðið á henni Freyju Imsland .Annað er bara ekki hægt .


Skemmtið ykkur vel um helgina og til hamingju allt verslunarfólk með frídaginn ykkar!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1058
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 802
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 312306
Samtals gestir: 36846
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 08:11:41