Heimasíða Ásgarðs

23.07.2008 00:16

Askur Stígandasonur kominn heim

Fórum norður um helgina síðustu en ég var að taka myndir af folöldum frá Víðihlíð áður en þau færu á heiðina.

Í bakaleiðinni sóttum við hann Ask Stígandason en hann er búinn að vera á Hólum í tamningu hjá honum James Bóas og vorum við kampakát með árangurinn hjá þeim félögum.

Ég verð nú að segja það að klárinn er miklu betri en við bjuggumst við þ.e.a.s lundin er ljúfari en við héldum.
Mér fannst folinn vera svolítið töff í skapinu en hann er að koma mér svo gjörsamlega á óvart núna!

Eftir að hafa séð James á honum ríða úr hlaði framhjá stórum hrossahóp,opna hlið á klárnum án þess að fara af baki og sýna okkur allar gangtegundir og það á snúrumúlnum og hálsbandi þá liggur við að mig langi bara til að gelda klárinn og hafa hann sem smalahest/reiðhest fyrir mig .

EN ég er búin að lofa honum James að fara með hann Ask aftur á Hóla næsta vetur og verður bara spennandi að fylgjast með framhaldinu á þeim þar.

Strákurinn er mjög hrifinn af klárnum og langar til að koma honum í dóm næsta vor og er þá ekki bara að kýla á það ef okkur sýnist að hann verði hæfur í brautina?

Eitt hefur aðeins verið að trufla hann Ask en það er ekkert sem Bjöggi dýralæknir getur ekki lagað með góðri tannröspun.Þessvegna hefur hann verið meira og minna taminn á snúrumúlnum+hálsól og gegnir hann hverri ábendingu hjá tamningarmanninum skilyrðislaust.
Svakalega skemmtilega unninn hann Askur hjá stráknum sem á hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð.

Askur er semsagt kominn heim og búinn í vinnunni í bili og það var gaman að sjá hann þegar að ég hleypti honum út með vinununm þeim Heljari og Pálma en þeir þekkjast vel frá því í vetur.

Hér er myndasyrpa af Ask og vinum hans.















PS: Askur fæst lánaður í hryssur í sumar gegn því að verða sóttur hingað í Ásgarðinn og skilað aftur í haust áður en veður fara að versna mikið.
Þess má geta að það var hann Askur sem kom folaldi í hana Toppu Náttfaradóttur eftir 5 ára bið og þetta tókst honum Aski í fyrra og var það í fyrsta skipti sem klárinn fékk að hitta dömu.

Askur er fimmgangshestur og er allur gangur laus,fer rólega af stað með vilja en alls ólatur og þess má geta að  hann er allra síðasti dropinn úr Stíganda frá Sauðárkróki.

Faðir:Stígandi frá Sauðárkróki
FF: Þáttur frá Kirkjubæ
FM:Ösp frá Sauðárkróki

Móðir:Aska frá Hraunsnefi
MF:Frosti frá Heiði
MM:Elding frá Presthúsum II

Hafið samband við mig, Ransý í síma 869-8192 eða í netfangið herbertp@simnet.is ef þið óskið frekari upplýsingar um klárinn .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299212
Samtals gestir: 34501
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 09:13:17