Heimasíða Ásgarðs

19.05.2008 17:04

Sokkadís og Eðja kastaðar


Flott folaldið hennar Sokkudísar.

Í gær 18 Maí kastaðí hún Sokkadís Hróksdóttir gullfallegu merfolaldi undan Stæl frá Neðra Seli.

Flottust þessi dama.

Sabine Sebald á þetta flotta folald og má vera hæstánægð með litinni á því og ganglagið er ekkert nema tölt og svo tekur það í skeið þegar að mikið liggur við.

Ekkert nema lappirnar þessi folöld .

Innilega til hamingju með nýju kynbótabombuna Sabine mín!
Bara glæsilegt!

Eðju-Hróksdóttir hissa á myndatökunni.

Í dag kastaði svo Eðja merfolaldi undan Hrók og nú var ég aldeilis hissa en það virðist sjást í því litföróttur litur en það grillir allstaðar í grátt undir feldinum þegar að það hreyfir sig og er einsog það sé allt hrímað.

Þarna sést líklega litförótti liturinn fyrir ofan taglið.

Aðalliturinn er pínkulítið að vefjast fyrir mér en mér sýnist þessi dama vera sótrauð eða dreyrrauð.

Papparassinn hún Ransý alltaf á eftir manni .

Hvað segir okkar litaspegúlant hún Freyja Imsland?

Er þetta merfolald sótrautt litförótt eða dreyrrautt litförótt?

Ég hef ekki áður séð í nýsköstuðu svona hrímgrátt undir aðalitnum áður sem bendir sterklega til að folaldið sé litförótt.

Glófaxi stendur sig einsog hetja í stóðinu en hann er að fylla aftur á hryssurnar og eru þær Skjóna mín og önnur til í stuði þessa dagana.

Hann er að æfa sig fyrir norðurferðina en þar bíða hans nokkrar flottar hryssur á Stórhóli.

Gott í dag,er að fara í hrossaflutninga og nóg að gera framundan í þeim málum.
Bless elskurnar mínar þartil næst .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 431
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297750
Samtals gestir: 34348
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 17:01:25