Heimasíða Ásgarðs

11.05.2008 01:02

Skjóna og Hera kastaðar



Úpppppsss......ég sullaði niður!

Ég hélt að Hebbi væri að skrökva að mér í morgun þegar hann sagði að tvö folöld væru fædd.
Skjóna og Hera hafa átt sín tvö folöld með mjög stuttu millibili en líklega hefur hún Hera kastað á undan en það sýndist manni á folöldunum.
Því Skjónusonur var enn með hóf...... sem að er á neðaverðum hófnum til að verja fæðingarveginn fyrir hnjaski þegar að við komum niður á tún en Heru Skjóni var búinn að missa sitt hófskraut.

Hóf"skrautið" hans Skjónu Skjóna ?????

Ég stend alveg á gati hvað þetta heitir en hef séð þetta oft og nú óska ég eftir því að einhver af mínum dyggum lesendum hér setji það inn á commentið hér fyrir neðan(bara undir nafnleynd ef vill:) hvað þetta heitir???????

Heru-Hrókssonur Mynd Magga.

Þessi mynd er hreint augnakonfekt! Myndasmiður Magga.

Auðvitað drifum við okkur niður á tún til að kyngreina gripina og eftir miklar vangaveltur og myndatökur þá var hið sana komið í ljós,þetta voru tveir myndarlegir Hrókssynir.

Nú á eftir að skýra Skjónana en ég er öll í Goðanöfnum enda hæfir það vel við bæjarnafnið Ásgarð.

Nokkrar af hinum merunum eru farnar að stálma og er ég voðalega spennt að vita hvað Hróksonurinn litförótti kemur með undan Mön sem er líka litförótt.

Talandi um litförótt,hún Rjúpa mín er komin heim í smá pásu frá tamningum og var heldur betur kát að komast aftur til vina sinna í hólfið í dag.

Rjúpa búin að finna systur sína hana Væntingu.Mynd Magga.

Það gekk aldeilis vel með hana hjá Eygló og þegar að við sóttum hana inná Mánagrund um daginn þá var Eygló að koma á henni úr reiðtúr og fengum við að sjá hvað hryssan hefur bætt mikið jafnvægið með mann í hnakknum en nú er hún ekki lengur einsog hundur í sokkum hehehehehehe......

Hún er farin að stíga töltið á hægu og svo bregður hún fyrir sig fimmta gírnum (lulli:)og er hin þægasta innanum allan skarkalann og umferðina.Brokkið er víst alveg rosalegt og ekki ásetugott en mikil yfirferð á því og flott fótlyfta.Vonum að það mýkist með meiri tamningu.

Eygló vill fá hana aftur til sín og halda áfram með hana því hún finnur sitthvað spennandi í hryssunni.
Ég var bara montin með árangurinn hjá bæði Eygló og Rjúpu og ánægð með vinnubrögðin á henni.

Munið að setja inn hvað þetta hóf.....heitir sem að folöldin fæðast með en dettur svo af þegar að þau fara að þorna!!!!
Þartil næst,fariði vel með ykkur .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 426
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297745
Samtals gestir: 34348
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 16:34:44