Heimasíða Ásgarðs

13.04.2008 17:45

Folaldasýning Mána


Hefring frá Ásgarði í sumarfeldi.

Folaldasýningin hjá Mána gekk vel í gær og landaði eitt af folöldunum frá Ásgarði Bikar í hilluna en það var hún Hefring Hróksdóttir sem það gerði.Hún er undan Mön frá Litlu-Ásgeirsá sem á líka hana Rjúpu Hróksdóttur sem er líka sótrauðlitförótt eins og litla systir.

Hefring varð í 3 sæti og þau sem lentu í 2-1 sæti voru sko ekkert slor skal ég segja ykkur! BARA FLOTT!

Ekki veit ég hvernig ég hefði farið að ef ég hefði ekki haft tvo úrvals aðstoðarmanneskjur þau Eygló og Högna hestastein:)

Ég gerði nefnilega svolítið sem mér fannst svo voðalega sniðugt og það var að vinna ekkert í folöldunum áður en að sýningu kæmi.

Ég sem hef alltaf unnið aðeins í þeim en það borgaði sig ekki að hafa þau nánast ósnert fyrir utan náttúrulega raksturinn sem tekur svona mesta styggðarhrollinn úr þeim.

Ég held að ég hafi lært það í gær að halda áfram að hengja folöldin utaná annahvort Hrók eða Biskup bróðir hans og fara í smá göngutúr með þau áður en að sýningu kemur eða bara áður en þau fara í hagagöngu.

Embla ákvað það í gær þegar að Veðjar var teymdur úr kerrunni að svífa framhjá mér og á eftir honum!

Högni tók á honum stóra sínum og dröslaði Veðjari á eftir sér inn og sem betur fer þá dreif fólk að og hjálpaði að okkur að koma Emblu í aðhald svo hægt var að koma henni til baka og aftur um borð í kerruna.

Ekki var það betra þegar að Hefring var tekin af kerrunni.

Hefring tók svo rosalega á og spriklaði sem mest hún mátti í spottanum en Högni hestasteinn var á hinum endanum einsog klettur og á endanum gaf spottinn sig og slitnaði!

Hefring laus og aftur dreif að mannskapur og hún var handsömuð með stæl.

Högni hefur einhvern tímann á ævinni verið duglegur að taka inn lýsið sitt:)

Veðjar var einsog engill enda vantaði bara vængina á hann og smá hold í viðbót en hann varð að fá að fara með og sprikla líka.

Hann greyið hálfkoðnaði niður í salnum og vildi ég óska þess að hann hefði sýnt það sem hann hefur sýnt hér í gerðinu síðustu dagana.

Ekki hans dagur en einsog einhver sagði svo skemmtilega "minn tími mun koma"!

Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu eins og öllu sem snýr að Ræktunardeild Mána en þar er úrvals fólk á ferð og ekki skemmir hvað húmorinn er í góðu lagi.

Það flugu mörg skemmtileg commentin á milli manna á bakvið sem áhorfendur misstu af og gerðum við góðlátlegt grín að hvort öðru í norðan nepjunni svona til að ylja okkur við.

Það þurfti svosem ekki að ylja mér neitt eftir allt stressið við að horfa á framtíðar kynbótabomburnar frá Ásgarði í loftköstum þarna fyrir utan . Nú svo var ég víst orðin fallega rjóð í vöngum í restina.

Tóta kind er borin og bar hún þann 9 Apríl tveimur lömbum.

Þannig að nú er komin Drottning og Kóngur í Ásgarðinn og heilsast þeim mjög vel.Þau eru farin að sprella heil ósköpin öll í stíunni og bara gaman að fylgjast með þeim.

Er með bévaðann hausverk og læt þessu bloggi lokið í bili elskurnar mínar .......

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299730
Samtals gestir: 34559
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 18:39:17