Heimasíða Ásgarðs

31.12.2007 20:39

Gleðilegt nýtt ár elsku bestu ættingjar og vinir!


Loki Dímonarson frá Ásgarði að fá sér ylvolga mjólk í kuldanum .

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir það sem er að líða.

Árið 2007 er búið að vera viðburðarríkt en það sem verður manni mest minnistæðast eru veðurbreytingarnar sem hafa orðið.
Sumarið óvenjulegt sólríkt og heitt án rigningardropa í fleiri mánuði.

Haustið rigning og rok útí eitt.Og ekkert smá rok og rigning!!!

Nú er bara að óska sér stillu og frosts svo hægt verði að hreyfa gæðingana utanhúss.

Reyndar eru margir búnir að byggja sér Reiðhallir og gaman að sjá hve landinn er duglegur að bjarga sér og lætur ekki veðráttuna á sig fá.

Þetta er stórt skref framá við hvað varðar frumtamningar á hrossum en útlendingurinn hefur talið Íslendinginn kolbrjálaðann að fara á hrossin LAUS og ríða svo bara blint útí náttúruna.Snarvitlaust fólk á þessu skeri:)

Gestagangur hefur verið mikill á þessu ári bæði menn og skepnur rennt hér í hlaðið bæði til lengri og skemmri dvalar.Takk allir fyrir innlitið og útlitið:)

Í fyrradag fór hann Dímon Glampasonur vinur minn að Borg til Elku og Jóa í tamningu.Siggi eigandi hans var að gantast með það að hann þyrfti að yngja upp!
Aumingja Sibba hrökk við en það var nú ekki að hann ætlaði að skila henni blessaðri heldur er hann að yngja upp fyrir Dímon kallin.Eða það skildi ég Sigurður?
Var það ekki fyrir klárinn en ekki þig hehehehee.....
Klárinn var leystur út með þvílíkum gjöfum að maður bara klökknaði .Takk æðislega fyrir allt Siggi og Sibba!
Ævintýrið er bara rétt að byrja .

Sama dag komu Hulda Geirs og fjölskylda í heimsókn en Felix er í þeirra eigu og í geymslu í Öryrkja hólfinu svokallaða.

Með þeim var sonur þeirra sem verður að öllum líkindum líffræðingur eða eitthvað því skylt.
Drengurinn er hreint út sagt dýraóður og fróður vægast sagt!
Eina sem hann hugsaði um var að komast útí Stóðhestahúsin en þar eru ekki bara hestar heldur fuglar í öllum regnbogans litum og kanínur,kindur og fleira.

Hulda með fjölskyldunni að gefa brauð sem var vel þegið .

Hann varð að fá að sjá innum allt og svo þegar að hann var að skoða fiðurreytingarvélina þá varð honum að orði"Ransý hvers vegna þarftu að drepa svona margar Endur?
Ég svaraði að þær hefðu fjölgað sér svo svakalega í sumar og svo væru þær mjög góður matur.
Þá sagði guttinn "Já"en Ransý þú þarft ekki að borða svona mikið!!!!!!
Hehehehehehehehehehehehehe...........Börn eru alveg yndisleg og margt sem dettur uppúr þeim:)

Fjúkið hægt um gleðinnar dyr og rignið ekki niður í næsta ræsi elskurnar mínar.Eigum við ekki að óska okkur betra veðurs á næsta ári:)!?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299722
Samtals gestir: 34559
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 16:36:35