Heimasíða Ásgarðs

14.12.2007 01:00

Klikkað veður og allt á hvolfi!

Veðurfréttir úr Ásgarðinum og tjónaskýrsla!

Mér er svo mikið niðri fyrir núna að puttarnir virka varla á lyklaborðinu!

Í gær þann 13 des þá ákvað ég eftir vægast stormasama nótt að fara út og skoða skemmdir hjá okkur.Ekki var spurning um hvort eitthvað hafi skemmst heldur hvað.
Gróðurhúsið er líklega ónýtt.Ferlega fúlt því mér þykir vænt um þetta hús þrátt fyrir að eyða kannki ekki alveg þeim tíma þar sem þyrfti til að hafa það flott.
En ég sé til hvort Hebbi minn nennir að tjasla því saman eina ferðina enn.Vanalega fara í því 1-2 rúður á veturnar en núna á tveimur sólarhringum þá eru rúðurnar orðnar í kringum 8 sem eru brotnar auk þess að listar hafa skemmst og ljósið er hrunið niður inní því.

Eftir að hafa skoðað gróðurhúsið og íbúðarhúsið sem stóð þetta af sér allt saman þá var haldið niðureftir til að kíkja á hesthúsið.Þar var hurð kengbogin inn og stórir timburflekar sem hafa verið geymdir hér árum saman á vagni voru einsog tannstönglar um allt hlaðið!

Kóngur Hróks og Pamela ásamt vinum stóðu í allar lappir.

Næst var að aðgæta skepnurnar og var allt í stakasta lagi í hólfinu fyrir eldri hross og minnimáttar:)

Tittirnir voru í fínu standi enda með afbrigðum skjólgott hólf sem þeir eru í.

Sömu sögu var ekki hægt að segja af aðalstóðinu en þar voru tvær hryssur sem höfðu orðið að öllum líkindum fyrir einhverju í veðurhvellnum eldsnemma í morgun.
Önnur hefur líklega fengið eitthvað í andlitið en hún er bólgin á auga og það lekur viðstöðulaust úr því.
Hin er draghölt á framfæti,gæti verið eftir spark frá öðru hrossi eða einhverju sem hefur fokið á hana.

Í nótt var svo brjálað veður að ég hreinlega vaknaði um 6:00 og gat ekki sofnað aftur fyrr en seint og síðar meir.Ég hélt að rúðan á svefnherberginu ætlaði að springa yfir okkur svo mikil voru lætin.Enda frétti ég að því að í verstu hviðum (uppá Keflavíkurflugvelli) hafi vindurinn farið í 71 metra á sekúndu!!!!

Á morgun á að drífa út traktorinn og gefa rúllu á línuna og svo verða aumingja hrossin að koma sér í skjól fyrir næsta hvell.Best að koma einhverju í greyin á milli lægða en eina leiðin til að fóðra þessa dagana er að rúlla út rúllu og láta þau éta hana þannig að allir fái í sig.
Ekki er mögulegt að gefa út nokkrar rúllur einsog vanalega því þá fýkur bara heyið á haf út!

Helga Skowronski kom hingað um daginn með næstum fullan vörubíl af önduðum öndum.Þær önduðust í höndunum á Ásgeiri hennar manni um morguninn og nú var komið að okkur að reyta og plokka og gera þær að flottum jólasteikum:)

Allt gekk þetta vel hjá okkur og alveg vorum við merkilega fljótar að þessu.Það ýtti kannski á okkur að litlan hennar hún Gígja var með og var sú stutta ekki alveg að átta sig á því að mamman hennar gat ekki haft hana í kjöltunni og gefið henni sopann sinn á meðan hún var að reyta endurnar:)Helga er svo mikil hetja að vera mjólkandi móðir með ungann sinn með í öllu mögulegu.
Ég held að það fari ekki allir í skóna hennar Helgu og ekki hefði ég viljað vera hún þennan dag.
Fyrr um morguninn sótti hún öll hrossin sín.........
Kíkið bara á bloggið hennar og sjáið hve dugleg þessi stelpa er!
http://www.123.is/helgadalshestar/default.aspx?page=blog

Eftir að hafa reytt og gert að öndunum þá klikkti hún út með því að prófa fyrir mig,gömlu stirðu konuna móálótta hryssu sem mér áskotnaðist í fyrra:)


Helga var mikið að tjá sig á merinni .Hún er alla vega talfær....sko merin:)

Ætli hún endi ekki sem ræktunarhryssa hér á bæ!Ég sem var nærri búin að selja hana.Ætla samt að bregða mér á bak henni og prófa hana nokkrum sinnum áður.Ekkert liggur á að bæta í ræktunarhryssuhópinn þó að tvær hafi fallið frá á þessu ári.

Ég er ekki sátt við sjálfan mig núna.Finnst ég vera að stirðna meira en vanalega þrátt fyrir fínu gigtarlyfin sem ég er á.Ég er ekki mikið fyrir pillur en verð að nota þær því annars kæmist ég líklega ekki útúr rúminu.

Eða þannig var það á tímabili á meðan ég var ógreind og ég ekkert að pæla í því hvers vegna ég var svona í bakinu.Hélt bara að svona ætti þetta að vera þegar að maður eltist og að allir væru svona.

Það er svo mikið gigtarslit í mér vinstra megin í mjaðmagrindinni að það er heilt kvalræði ef ég gleymi að taka lyfin mín.

Nú ef ég tek lyfin og allt er einsog það á að vera þá er ég fljót í fimmta gírinn og gleymi mér þá stundum og enda á kvöldin einsog spítudúkka.

Ég er að reyna að læra að gíra mig niður og vinna jafnar yfir daginn og komast yfir öll verkin í rólegheitum.

Djö.........er erfitt að sætta sig við að geta ekki gert allt einsog maður gat fyrir einhverjum árum!

Hugurinn stefnir alltaf í að gera einsog þá og skrokkurinn reynir að fylgja hlýðinn eftir þartil maður getur ekki meir.

Ussssssssss...........hver nennir að lesa svona vælublogg!

Best að skella inn hestamyndum af hrossunum síðan 13 Desember


Veðjar Dímonarson og Gná Hróksdóttir.

Týr og Gná Hróksafkvæmi.Það er eitthvað af skjóttu á bænum!

Íris vinkona mín í Þýskalandi sendi hér inn skemmtilegt comment og verð ég að láta það fljóta með fyrir þá sem sáu það ekki .
Hún sendi mér link inná Jóladagatal þarsem íslenski hesturinn virðist leika stórt hlutverk í og þar birtist þessi skemmtilega mynd í glugga 13 á dagatalinu:)
Fyrir þá sem ekki þekkja hana Íris þá var hún hér í haust með Sabine vinkonu okkar að mynda hross og fleira.

Hérna er þessi skemmtilega mynd sem hún Íris tók af honum Hrók mínum frá Gíslabæ að velta sér niður á túni.
Mjög skemmtilegt moment sem hún náði af klárnum .
Hér er svo linkur inná dagatalið:http://www.taktklar.de/

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299629
Samtals gestir: 34553
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 09:43:40