Heimasíða Ásgarðs

19.10.2007 00:00

Austurferð-Hraun og Hringur seldur!

Við fórum austur í Reiðholt aftur um daginn til að sækja slasaða trippið og koma því heim í hjúkrun og aðhlynningu.Sárið er ljótt en ekkert sem má ekki laga sýnist mér.Eitt skil ég samt ekki,hvernig getur skepnan verið svona sterk og dugleg með svona stórt sár á fætinum ?
Hún er ekki einu sinni hölt!!!
Ég veit það bara að ég væri vælandi í rúminu!
En hún er komin á pencillín og allt í rétta átt með sárið.

Hrossin í Reiðholti koma alltaf þegar að kallað er.Gætu fengið brauðmola:)

Sokkadís Hróksdóttir og Loki Dímonarson.

En áður en að Reiðholtinu kom þá tókum við vinkil beygju til Heklu sem er að passa Sokkudís okkar og hann Loka Dímonarson.Hekla var ekki heima þannig að við fórum niður í hagann til hrossanna og fengum stórt knús að launum frá honum Loka sem var alveg viss um að hann væri aðalnúmerið þarna í haganum og við værum bara að koma og heimsækja hann:)

Næsta dag vöknuðum við  snemma eða ég um 7:45 og stelpurnar þær Sabine og Íris hafa ábyggilega verið vaknaðar uppúr 5:00!Þannig að í þeirra huga hef ég sofið yfir mig hehehehehehe............

Valgerður með vinum...........Hmmm....hvað er í vasanum  .

Nú var ferðinni heitið til Valgerðar á Hrauni sem beið með morgunkræsingar að vanda og svo var rokið út að mynda hross í skemmtilegu landslagi með fjöllum og grasi grónu hrauninu.
Mikið voru hrossin hjá henni frísk og kát! Rassaköst um holt og hæðir og engin smá montlæti í þeim enda vissu þau uppá hár að þarna voru komnar dömur utanúr hinum stóra heimi að mynda þau:)
Sá sem mest spretti úr spori og var bara fjandi flottur var hann Lyngur gamli frá Strandarhöfði orðinn 19 vetra gamall!Ég skal nú segja ykkur það gott fólk að ég ætla að vona að mín hross verði svona fótafim í ellinni einsog þessi klár!

Merlin var næstum "dottin" ofaní vasann minn .

Ég var líka alveg svakalega skotin í honum Merlin "litla" sem er ekkert lítill lengur.Og svo leynist þarna hjá henni vinkonu minni verðandi græja og er ekki vafi með það en hann Hamar er orðinn heljarinnar skrokkur og stæltur eftir því aðeins þriggja vetra gamall.Bara flottur foli!

Eftir miklar myndatökur og meira kaffi var stefnan tekin á RVK en ég þurfti að fara í Lífland og sækja fóður og svo er hann Hringur minn víst seldur og þurfti ég að ljúka þeim viðskiptum.Skrítin tilfinning að hann skuli vera farinn í hendurnar á nýjum eigendum.Ég var pínulítið  leið fyrst í hjartanum því hesturinn er búinn að vera í okkar eigu frá því hann var folald og svo núna er hann skyndilega farinn í nýjar hendur.EN það hressti mig verulega við að vita að hann fór í frábærar hendur og nýi eigandinn er alveg í skýjunum með klárinn:)
Þetta var akkúrat það sem ég var að leita að.Einhver sem kemur til með að njóta hestsins og er ánægður með að eiga hann.
Hvað er betri auglýsing fyrir mann en ánægður kaupandi.

Sabine og Íris að túristast .Gaman gaman hjá okkur!

En aftur að Krísuvíkur ferðinni okkar með Valgerði sem farastjóra.Maður má sko skammast sín fyrir að eiga heima hér og þekkja ekki þessa almennu stoppustaði ferðamanna hér rétt við bæjardyrnar!
Ég var ekki betri en þær stöllur Sabine og Íris með cameruna!!!!Ég mátti bara þakka fyrir að detta ekki ofaní einhver hverarpyttinn í ferðinni eða festa nefið í Grýlukertunum á klettaveggjunum.

Þvílíkar andstæður á örstuttum kafla!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 516
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 298027
Samtals gestir: 34382
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 12:10:37