Heimasíða Ásgarðs

20.04.2007 02:33

Vetur og sumar mætast

Gleðilegt sumar allir og þakka ykkur fyrir veturinn.

Síðasta vetradaginn mættum við Hrókur í síðasta tímann til Trausta Þórs.Allt sem við lærðum situr þokkalega vel í kollinum á okkur.Reyndar kann Hrókur flestar þessar hundakúnstir og næst fer ég líklega með hest sem kann EKKI allar þessa kúnstir svo þetta verði ekki of auðvelt fyrir okkur.Þannig ætti næsta námskeið að nýtast mér betur.Félagskapurinn var æðislegur og voru/eru þettta hinar skemmtilegustu stelpur sem voru með mér á námskeiðunu og eru við ákveðnar að hittast allar saman aftur.
Skora ég á þær að koma ríðandi til mín í Ásgarðinn,það verður vel tekið á móti þeim og hrossunum ekki síður.Jafnvel köllunum þeirra líka .

Sumardagurinn fyrsti var alveg frábær!Þvílíkt veður!!!!
Ég var alveg hörkudugleg í dag og var komin snemma í heimahesthúsið og setti alla út,mokaði og sagbar og leyfði svo folöldunum að hafa húsið opið og hey í stöllunum.
Síðan var stefna tekin á stóra hesthúsið og allir stóðhestar fengu að hreyfa sig og sprella í stóra leikhólfinu.
Það var sko ekkert smá stuð á þeim og kom hann Dímon inn kófsveittur og Lagsi kallinn líka en þeir tveir geta enn farið út saman.Svo tók ég teygjurnar úr Símon og spreyjaði og burstaði faxið á honum.Ekki gott að hafa teygjurnar lengi í því þá getur faxið farið að reytast af.
Ég fékk þessa svaka sýningu hjá hverju folanum af öðrum og að öðrum ólöstuðum þá sló hann alveg í gegn hjá mér hann Þari Þjarksson frá Njarðvík!
Ég var búin að segja við ykkur um daginn að það væri rosalegt skrefið í þeim hesti og ég var EKKI að ýkja krakkar!!!!

Vona að hakan hafi ekki brotnað á klárnum .

Össsss..............sjáiði!!!!
Hmmmm........Ég á tvo folatolla undir þennan hest. Hvað á maður eiginlega að gera????

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 312773
Samtals gestir: 36902
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 03:19:03