Heimasíða Ásgarðs

31.03.2007 01:25

Vænting frá Ásgarði í 1 sæti og valin glæsilegasta folaldið!


Það gekk vonum framar á folaldasýningunni og það var ekki lítið gaman þegar að Vænting frá Ásgarði var kölluð inní salinn aftur ásamt tveimur öðrum merfolöldum og átti eftir að raða þeim í þrjú efstu sætin.En fyrst fóru þrjú flottustu hestfolöldin í salinn af tíu hestfolöldum og var þeim raðað í 3 efstu sætin.
Spölur frá Njarðvík í eigu Brynjars og Ásdísar varð í fyrsta sæti.
Kubbur frá Læk varð í öðru sæti og er hann í eigu Viðars Ellerts og Helenu.
Og Glampi frá Síðu í eigu Vidda Jóns varð í þriðja sæti.
Innilega til hamingju með árangurinn gott fólk.
Síðan varð spennan alveg ógurleg þegar að merarnar fóru í salinn og varð Vænting Glymsdóttir frá Ásgarði valin í fyrsta sætið og af 20 merfolöldum.Og ekki nóg með það,hún var valin glæsilegasta folaldið af öllum 30!
Við Eygló vorum í þvílíkri sigurvímu og vissum vart hvernig við áttum að haga okkur!
Hér er svo röðunin á merfolöldunum.
Vænting frá Ásgarði í fyrsta sæti og valin glæsilegasta folaldið:)
Fold frá Reynisstað í eigu Brynjars og Ásdísar.
Og Þoka Sandgerði hans Óla Garðars í það þriðja.
Ég vil óska sérstaklega til hamingju þeim hjónum Brynjari og Ásdísi með þeirra árangur en þau voru með sitthvort folaldið í vinningsætum,eitt í merarflokknum og annað í hestaflokknum!
Set hér inn myndir þó þær mættu vera betri en lýsingin í höllinni er soldið leiðinleg.


Vænting sýndi alla sínar bestu hliðar og bæði tölti,brokkaði og skeiðaði með miklum tilþrifum.
Mér finnst að Eygló hefði átt að fá líka heils árs birgðir af Vanish sápulegi því gárungarnir héldu því stíft fram að Væntingu hefði verið skellt í þvottavél á 90 gráður og sápuhólfið fyllt með þvottaefninu Vanish hehehehehehehehehe...........

Bikararnir hennar Væntingar.Nú er "amma"stolt af folaldinu .

Bæti hér við ættum hennar Væntingar en vegna ábendingar frá góðri vinkonu minni henni Huldu þá er Vænting skráð Skinfaxa frá Ásgarði í Veraldarafeng og átti alltaf eftir að breyta því í Vænting.
Hér er daman:)

IS2006225871 - Skinfaxa frá Ásgarði

  Fyljunarvottorð     Fangskrá     Eigandi     DNA/Blóð     Heilsukort     Staðsetning     Aths.  
  Grunnskrá     Myndir     Dómur     Merki     Kynbótam.     Afkvæmi     Ættartré  
 
 Fæðingarnúmer IS2006225871           
 Nafn Skinfaxa
 Uppruni í þgf. Ásgarði
 Upprunanúmer 129987  Svæði 25
 Litarnúmer 8610 Vindóttur/mó skjótt
 Litaskýring Móvindskjótt
 Land staðsett IS
 Gelding    Dagsetning  
 Afdrif Lifandi  Dánardags.  
 Faðir IS2001135613 - Glymur frá Innri-Skeljabrekku
 Móðir IS2002225860 - Sokkadís frá Ásgarði
 Eigandi IS0505577749 - Eygló Breiðfjörð Einarsdótt       
 Ræktandi DE2200000112 - Sabine Sebald       
 Skráningardags. 2006-07-18 14:05:37.0
 Lífsnúmer  
 Athugasemd  
 Hestavegabréf  
 Endurútgefið  
Segjum bara að ég hafi látið nokkra hlaupa 1 Apríl inní Veraldarfeng hehehehehehe...................Vona að þetta hafi ekki ruglað margar í ríminu.
Og svo til að blaðra smá í viðbót þá eru miklar pælingar í að fara aftur með móður Væntingar undir Glym og vita hvað skeður.
Núna í vor á ég von á að fá folald undan henni og Dímon Glampasyni frá Neðra-Skarði.Við Sabine Sebald eigum móður Væntingar saman og skiptumst á að halda henni.Sú er mjög hreyfingarfalleg Hróksdóttir með frábæra fótlyftu og þvílíka yfirferð.
Og ekki skemmir hvað geðslagið í henni er gott.Algjör perla í skapinu:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 348
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 300360
Samtals gestir: 34730
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:42:52