Heimasíða Ásgarðs

23.02.2007 01:07

Hrókasamræður og Völusteinn kominn

Loksins fann ég tíma til að tylla mér niður og blogga smá gott fólk. 

Ég dreif mig á námskeiðið hjá Trausta Þór og stóð Hrókur sig vel með kellinguna sína giktveiku,hvað annað.Þá er hann búinn að fulvissa mig endanlega að hann sé langflottastur í ræktunina hjá mér.Traustur og þægur hestur fyrir alla.Töltið er ágætt en samt þarf að laga hann aðeins til með höfuðburð og fá hann betur á rassgatið eins og sagt er.

Meðan við biðum fyrir utan Reiðhöllina með þeim hestum og kvinnum sem voru með okkur á námskeiðinu skeði svolítið krúttlegt að mér fannst.Þarna var skjóttur hestur sem stúlka hélt í sem ég þekki ekki neitt og sá skjótti var svo vinalegur við mig að ég var alveg hissa á því!Hann margtróð hausnum í fangið á mér og vildi bara vera þar og láta mig kjassa sig.Þetta var að verða hálfvandræðalegt þegar að eigandinn að hestinum kom en hún skrapp frá og önnur hélt í klárinn en þá kom í ljós hversvegna hesturinn lét svona við mig.Þetta var hann Guddu-Skjóni sem heitir reyndar Máni og var hann hjá mér í sumar og haust og þekkti klárinn mig svona vel en ég gat ekki áttað mig á því hversvegna þessi hestur lét svona við mig.Eitthvað hefur honum líkað vistin hjá mér því eftir reiðkennsluna þá teymdi ég Hrók út og Hrefna teymdi Mána í aðra átt og Máni ætlaði með okkur Hrók hehehehehe.Þannig að við Hrókur lentum í Hrókasamræðum við Mána áður en námskeiðið hófst.Hrikalega krúttlegt eða hvað!

Allt gott að frétta af honum Pjakk og Glennu.Merin er farin að mjólka miklu meira og allt lítur vel út.Hún hefur aukið átið alveg svakalega og er hún flutt útí stærra hesthúsið því ég hafði ekki lengur undan að moka undan henni flórinn:)

Pjakkurinn að viðra sig í dag.Hann var ekki að skilja hvar öll hin folöldin voru og enginn til að leika við?

Viltu koma út að leika við mig???

Völusteinn að þenja sig útí stóra leikhólfi.Sá hljóp þegar að hann var búinn að skanna allt svæðið! Montprik......verst að cameran brást mér á ögurstundu en það var kalt og batterýið að stríða mér.Sá ljósi gat sko spriklað en ég missti af mesta spriklinu þegar að ég fór inn til að ná í fullhlaðið batterý!Svona er nú lífið.

Í gær kom hann Völusteinn Álfasteinsson í Ásgarðinn og þá eiga öll hross að vera komin sem ég var búin að lofa að taka að mér.Kannski einn stóðtittur eftir:) Völusteinn var alveg hissa á öllum þessum skara af folöldum,sum voru vond við hann og á endanum var ég búin að snúast í marga hringi hvar hægt væri að hafa drenginn og á endanum var hann settur hjá jörpu hesfolaldi og henni Skjónu sem er nýlega komin frá Ægissíðunni.Þar loksins gat hann sýnt hvað í honum og bjó og belgdi hann sig allan út og þóttist vera voðalega merkilegur enda alveg hreint meiraháttar merkilegt folald ekki satt:)

Ég verð bara að drífa mig niður á fjörubakkann á morgun og taka myndir af nýja fína hlaðna grjótvarnargarðinum sem kominn er hér fyrir neðann!Alveg snilld hvernig maðurinn getur raðað steinunum svona vel með gröfunni.

Ekki meira í bili gott fólk,komin helgi og væntir maður þess að gestir kíki hingað í kaffi um helgina.Nú ef ég er úti að sprikla eitthvað þá farið þið bara inn og lagið kaffi handan MÉR!!!! Ein góð með sig hehehehe.......í sveitinni er alltaf nóg að gera og verðum við að nýta tímann vel ef veður er gott og þá tökum við bara gestina með okkur í útiverkin ef þau eru ekki fullkláruð.Þannig að þið sem eruð ekki alveg undir það búin að fara að slíta ykkur hér út í vinnu komið þegar að það er rigning.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 298370
Samtals gestir: 34403
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 08:50:47