Heimasíða Ásgarðs

17.01.2007 01:01

Reiðskólahross farin og skaflahlaup

Það er langt síðan ég hef upplifað svona erfiðan vinnudag einsog síðastliðinn Sunnudag.Allt á kafi í snjó og þurfti hann Hebbi minn sem átti nú að vera stilltur inni og jafna sig eftir nefaðgerðina að handmoka traktorinn okkar útúr vélageymslunni.Það var engin leið að fá gröfu á meðan bjart var til að moka hérna svo fært yrði með rúllur í útiganginn þannig að hann djöflaði bara traktornum yfir skaflana með látum.Ég  náði heim merunum áður því ég þurfti að taka úr hópnum 2 hross sem voru að fara sem létu ekki ná sér útivið.Þetta var heilmikill barningur því hryssurnar voru orðnar svangar og stoppuðu þær ansi vel í hesthúsinu og voru nær ófáanlegar útúr því aftur frá tuggunni og gekk  mikið á hjá okkur hjónunum að koma þeim aftur útí haga þarsem beið þeirra ilmandi tugga.Maður var allstaðar fastur í sköflum og erfitt að athafna sig.Meira að segja réttin var á kafi og hrossin rétt náðu að brölta sig í gengum skaflana þar.

Valgerður kom að fá lánaða hálmrúllu og stökk ég með látum með þeim hjónum og Hafliða vini mínum að ná henni út og uppá pickupinn þeirra og gekk það furðu vel hjá okkur.Auðvitað þurfti hann Hafliði að fá að skoða alla króka og kima og guð hvað hann var spenntur þegar að ég þurfti að taka eina hænuna af eggjum sem hún lá á sem fastast og vildi ekki með neinu móti gefa okkur.Hafliði er nefnilega svo mikill bóndi í sér að hann verður alltaf að fá að sjá og helst að fá eitthvað heim með sér eftir heimsókn í Ásgarðinn .

Síðan komu Biggi og Sigga að sækja Reiðskólahrossin og fylltu tvisvar fjagra hestakerruna þannig að það fóru 8 hross í höfuðborgina.Alltaf gaman að hitta Bigga og Siggu og kjaftaði hver tuskan utaná okkur .

Frigg Ögradóttir fremst síðan kemur Tign og ein óskýrð albinóamerfolald.

Öll hrossin útí Stóðhestahúsi fóru út að leika sér í snjónum þennan dag og náði ég þokkalegum myndum af þeim en ég er enn að berjast við cameruna mína hvað varðar hross á hlaupum í fjarlægð.Mig grunar að ég sé búin að stilla Iso ið alltof hátt og ætla að reyna að laga þetta á næstu dögum og gera tilraunir.Ég bar undir  öll hrossin og tók til í öllum stíunum,vatnaði og gaf og setti inn stóðhestana en leyfði folöldunum að vera lengur úti en með tuggu hjá sér.

Við rétt skutumst inn til að fá okkur að borða og svo út aftur þegar að við heyrðum ógurlega læti fyrir utan en þá var grafan loksins mætt og var að moka hlaðið og ná út litla bílnum fyrir okkur.Allt gekk það vel og við mikið fegin að ná bíltíkinni útúr skaflinum.

Enn hentist ég útí skaflana til að ná í tvö hross sem átti eftir að sækja.Flankastaðabændur mættu akkúrat þegar að ég var að klára að binda þá við stallana.Við lánuðum þeim hestakerruna og hjálpuðum þeim að koma klárunum um borð en ég held að þeir hafi bara viljað vera hérna svolítið lengur,minnsta kosti náði annar þeirra að slíta beislið sitt og hlaupa aftur langleiðina niður að hesthúsi.En allt gekk þetta vel að lokum.

Þá var bara að drífa síg útí stóðhestahús og klára þar að setja inn folöldin sem voru búin að fá alveg nóg af útiverunni.Það þurfti ekki að kalla mikið útí myrkrið,þau voru fljót að koma sér inn og í stíurnar sínar.

Það voru þreytt hjónakorn sem skriðu inn að verða eitt um nóttina og veitti mér ekkert af því að fara í heitt bað eftir daginn.Og til þeirra sem hringdu þennan dag"Ég svaraði ekki vegna anna og brölts í sköflum"Sorrý en svo varð að vera.

15 Janúar.

Ég vaknaði alltof "snemma"illa sofin og úrill við það að kallinn minn var að biðja mig um að draga litla bílinn okkar uppúr skafli.Aumingja Hebbi hafði ætlað til læknis í RVK og asnaðist til að fara Sandgerðismegin og festi bílinn svona rækilega að ég varð að draga hann útúr skaflinum á Fagra-Blakk.Ekkert varð af læknatímanum og verða saumarnir þá bara aðeins lengur í nebbanum á honum.Við vorum bæði svo þreytt og tuskuleg eftir öll skaflahlaupin daginn áður að við gerðum ekki nema það allra nauðsynlegasta þennan dag.Gáfum öllum skepnum að borða og skriðum svo örþreytt inn aftur.

16 Janúar.

Alveg er þetta með ólíkindum,maður kvartar og kveinar yfir allri rigningunni undanfarið og vælir um að betra sé að hafa snjóinn og núna er allt á kafi í snjó og þá vælir maður enn hærra! En samt er þetta fulllangt gengið hvernig veðurguðirnir hegða sér.Það er svo mikill skafrenningur að fólk sér bara ekki útúr augum og keyrir bara útaf! Við tókum okkur til í dag og fórum í bílskúrinn að telja flöskur og flokka og svo er mér litið útum gluggann og uppá Sandgerðis-Garðveg og þar var furðulega mikil umferð.Stuttu síðar hringdi dóttir mín í mig og spurði mig hvort ég vildi gera vinum hennar greiða en þau voru föst í skafli rétt við Kanínubúið.Auðvitað hentumst við af stað og það gekk ekki átakalaust að ná bílnum úr skaflinum en þetta var á sama stað og Hebbi minn festi litla bílinn okkar á deginum á undan.Þau voru voðalega þakklát greyin,hún ólétt í framsætinu og hann strákræfillinn tók í hendina á okkur fyrir greiðann.Þau höfðu ætlað að stytta sér leið en ekki tókst betur til en þetta.Þau voru að koma úr Keflavík en Garðvegur var lokaður vegna útafaksturs.

Þegar að við vorum búin að koma flöskunum á Fagra-Blakk þá drifum við okkur í Dósasel og fengum rúmar 11.000-fyrir allar flöskurna sem fóru beint í kassann í Bónus í Njarðvík.Mér var nú ekki farið að lítast á veðrið er nær dró Garðinum og var lítill Yaris á undan okkur og altíeinu þá tekur hann vinstri beygju og eltir bílför eftir bíl sem greinilega hafði keyrt útaf nokkru áður og þessi flaug útaf líka! Það var ekki verið að keyra eftir stikunum,kannski sáu þau ekki stikurnar á svona lágum bíl en við sáum vel yfir á trukknum okkar.Við keyrðum rólega framhjá þeim vegna þess að það var snjóruðningsbíll að koma og ekki vildum við vera fyrir honum.Þá flautuðu þau á okkur og Hebbi bakkaði í skyndi og skrúfaði niður rúðuna og þá GARGAÐI konan á hann"ætlarðu ekki að draga okkur upp? Jú" rétt strax við verðum að hleypa snjóruðningsbílnum framhjá okkur fyrst! Svo drógum við þau upp með herkjum en bíllinn þeirra ætlaði varla að nást uppá veginn og tókst ekki að draga hann þangað fyrren Hebbi batt hann í á öðrum stað í bílnum okkar.Þá loksins náðum við honum uppá veginn.

Ég var svolítið hissa á framkomu þessarar konu við okkur sem var með frekju og ókurteisi og stóð svo með hendur á mjöðmum á meðan Hebbi var að binda í bílana og sagði ekki orð við hann! Hún þakkaði ekki fyrir heldur en maðurinn hennar gerði það þó.Þetta sýndi mér tvær hliðar á mannfólki í dag og núna verð ég að segja það að unglingurinn sem við drógum upp var ekkert nema þakklætið en fullorðna konan ekkert nema dónaskapurinn.Og svo er verið að tala um að unglingarnir séu alltaf verstir!

Við sjálf komust  heim með herkjum en á þessum klukkutíma sem við vorum í burtu var kominn stærðarinnar skafl þarsem við keyrðum í gegn þegar að við fórum í Keflavík.Öll vinnan sem grafan vann var farin á einni klukkustund og verðum við að reyna að fá hana aftur til okkar á morgun.Þið sem ætlið að kíkja í heimsókn í Ásgarðinn vinsamlegast leggið bílunum ykkar uppá vegi og labbið rest .

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299634
Samtals gestir: 34553
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 10:32:54