Heimasíða Ásgarðs

12.01.2007 00:52

Klikkað veður!!!!

Klikkað veður og allt að verða vitlaust gott fólk  ............

Hesting,Helga og Rjúpa að fjúka!

Veðrið er búið að vera alveg kllikkað.Ég barðist við að gefa útiganginum í gær og flokka hesta sem á að sækja hingað um helgina.Gott að vera búin að því vegna þess hve klikkað er að gera hjá mér enda er ég ein í öllum útiverkum því kallinn minn verður að vera stilltur inni á meðan nefið er að gróa aftur fast við andlitið á honum!Læknarnir nebblilega skáru undir nefið á honum og flettu því uppað augum til að komast sem best að hrotuvandamálinu sem leysa þurfti.Ojjjjjj........og núna er kallræfillinn með hausverk og mænir útum gluggana á kellinguna festa stóra fína fjórhjóladrifna bílinn sinn í sköflum og getur ekkert hjálpað henni! En þarsem ég er hörkukelling þá mokaði ég bara bílinn lausann og festi hestakerruna aftaní og gaf svo allt í botn og kom henni uppá hlaðið með látum áður en hún varð innlyksa niðurfrá í sköflunum.Mikið er ég búin að hugsa hlýlega til hans Ragga sem lagaði drifið í bílnum! Ef það væri ekki í lagi þá þyrfti ég hreinlega að labba sveimér þá!

Snótin fýkur nú ekki langt enda kom hún feit og pattaraleg af Grundinni.

Mér tókst með naumindum að gefa í hólfið sem reiðskólahrossin eru eina rúllu og aðra í hólfið hjá geldingunum og svo eina í hólfið hjá gömlu merunum og þá var hólfið eftir þarsem eru flestar merarnar með folöldum og þar gafst ég upp þegar að ég var búin að keyra einni rúllu í þær en ég dreifði úr henni í allar áttir svo allir fengju tuggu.

Boggi og Eygló komu svo við að sækja rúllurnar sínar og auðvitað dreif ég mig inní kaffi og spjall.Síðan fór ég úteftir og gaf þar öllum að borða og drekka.Stóðhestarnir eru að byrja að fara úr hárum þrátt fyrir kuldann og sprækir eru þeir! Það er komið svo mikið eldi í þá og kæti að unun er að sjá.Þeir fengu að sprikla úti og leika sér á meðan ég kláraði verkin mín.Það var þreytt kona sem skreið heim í gærkveldi og beið mín freyðibað og steiktur fiskur.Lúxus er að eiga mann sem má ekki fara út hehehehehehe.........

Askur Stígandasonur (til sölu) Silfri og Stígur.Hörkugæjar þessir þrír.

Ekki var veðrið betra í dag,það sá ekki á milli bæja í mestu kviðunum og skafrenningurinn var mikill.Ég fór niður í heimahesthúsið til að huga að geldingunum sem voru í hólfi þar við og hleypti öllum inn og var ég alveg viss um að þeir væru við dauðans dyr eftir lætin í veðrinu! Nei"aldeilis ekki,alltaf jafn móðursjúk kellingin.Þeir varla snertu á heyinu enda voru þeir með rúllu í hólfinu sínu.Ég skildi samt hesthúsið eftir opið fyrir þá en þegar að ég kom aftur að kíkja á þá í kvöld þá var enginn inní gamla góða upphitaða hesthúsinu,allir úti í kuldanum að éta rúllu? Þeir eru alveg hættir að tolla inní bómul þessir klárar,alveg sama hvað ég reyni að pakka þeim inn og dúða.Nei"við erum íslenski hesturinn og þurfum sko ekki upphitað hesthús bara nóg að éta kelling" var svarið sem ég fékk!

Týr,Óðinn og Stóri-Dímon lentu í blindbyl á meðan ég fór heim í kaffi.

Ég var alveg extra dugleg í verkunum í dag enda veitir ekki af.Ég setti út alla stóðhestana og öll folöldin,sagbar allar stíur og rakaði til,vatnaði og gaf.Setti hálm í öll kanínubúrin og inn til fuglanna sem eru í búrum.Hrærði heitann graut handa hænunum og skar niður helling af Normalbrauði handa útiganginum sem þáði brauðið með þökkum.Ég þurfti nefnilega að ná henni Rjúpu minni úr hópnum og ekki er gott að kalla í stóðið og hafa ekkert til að verðlauna það fyrir að gegna kallinu . Mér finnst ágætt að geta kallað á þau greyin því ég er svo stirð af gigtinni stundum og þá er gott að geta stjórnað þeim og kallað í þau.Rjúpa lét mýla sig úti í bylnum og teymdist einsog ljós yfir skafla og inní hesthús.Svona eiga trippi að vera,ekkert vesen bara gera það sem þau eru beðin um.Hún er nefnilega að fara í tamningu inní Fák og svo beint uppí Borgarfjörð til hans Agnars Þórs sem ætlar að vita hvað í henni býr.Svo er bara að vita hvað hann segir um hana í vor,verður hún gott útreiðahross eða kemst hún í kynbótabrautina og fer svo í framtíðinni beint í ræktun.

Hestakaup hestakaup!!!!!!!!!!! Áttu skjótta ræktunarmeri í skiptum fyrir flottan fola?Nú ef þú átt GÓÐA ræktunarmeri þá gætu folarnir orðið tveir!!!!!!!!!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 177
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299755
Samtals gestir: 34561
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 19:14:36