Heimasíða Ásgarðs

07.01.2007 00:15

Hjartan farinn og járningar

Sæl og blessuð öllsömul.Nú eru það nýársheitin,gott og hollt á diskinn og alveg út með allan sykur!Rosalegur óþverri er sykur,hann lamar mann alveg og gerir mann að letidýri sem hefur sig ekki upp úr sófanum.Ég svosem mátti að muna hvernig þetta var fyrir nokkrum árum þegar að ég át ekki sykur í einhverja mánuði og varð þvílíkt spræk.Þannig að nú vitiði þið það gott fólk,mín er hætt í sykrinum og þið lofið að pikka í mig ef þið sjáið mig vera að falla einhverstaðar í freistni.Það er bara gott að blogga þessu þá veit alheimurinn þetta (einsog fólk sé að velta sér uppúr því:) og ég misstíg mig síður.

Hjartan fór í fyrradag með Gunnari Arnars og núna í dag sá ég hann á dýragallerýinu hennar Írisar sprækann og kátann í Þýskalandi!Þetta er skrýtin tilfinning,var að hugsa um þennan dekurdreng og svo alltíeinu er hann kominn til útlanda og ég sé hann aldrei aftur á Íslandi.En ég veit að hann er kominn í frábærar hendur hjá Írisi og ef þið hafið áhuga á að sjá kappann og hans fyrstu skref á erlendri grundu þá er linkurinn inná gallerýið hans Hjartans http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=7248.

Hrókurinn var járnaður í dag takk fyrir! Hann er reyndar enn útí rúllu og lét ég setja skeifur á drenginn,bæði til að hann brjóti ekki á sér hófana ef hann skildi fara aftur í sýningu í vor og svo ætla ég að bregða mér á bak honum svona spari spari mér til ánægju og honum til yndisauka .Ég er líka að bíða eftir því að komast á námskeið og ætla ég að nota hann á námskeiðinu sem ég ÆTLA á ef það fer að komast einhver botn í starfsemina inná Mánagrund.Mikið hlakkar mig til að vita hvað verður í boði þar en það voru víst skemmtileg námskeið í fyrra og mikið gaman hjá fólkinu.

Hér er hann Siggi sæti eitthvað að tjá sig.Eða hann vill meina það að hann sé langflottastur og þannig skal það vera.Hann mætti í Ásgarðinn með vini sínum sem járnaði Hrók og klippti til og snyrti stóðtittina útí hesthúsi.Dímon Glampason var stilltur og góður þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið meðhöndlaður áður.Stóð kyrr og þægur á meðan allar lappir voru teknar upp og snyrtar.Auðvitað var hann Sigurður ánægður með folann sinn en því miður lagði ég ekki í að mynda þennan viðburð því Dímon var búinn að skipta um lit en hann var þennan dag leirljós.Hann kom inn blautur og auðvitað þurfti hann að velta sér svona hressilega í stíunni að megnið af undirburðinum varð eftir í feldinum .

Hann var ekki svona þægur hann Óðinn Hróksson í sinni hófsnyrtingu! Enda ekkert verið meðhöndlaður áður og var úti í allan fyrravetur og kann ekkert á þetta.Svo ætlast maður alltaf til af honum að hann geri allt einsog folarnir sem voru inni í fyrravetur og hann skilur hvorki upp né niður í manni greyið.Við urðum að binda hann og stökk hann fram og aftur og reyndi að losa sig við járningarmanninn af löppunum.En allt hafðist þetta og þá var það næsti sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér .

Og það er hann Glófaxi Parkerson sem fékk sko 10 fyrir geðslag hjá okkur og rosalega góða umsögn varðandi hófana hjá járningarmanninum! Greinilega eitthvað verið meðhöndlaður sagði hann enda hesturinn þvílíkt stilltur eða algjör engill.OG ég fæ að halda undir hann í vor og nú er spennan hvaða sparimeri verður fyrst til að kasta því það verður húsnotkun og nú er að krossleggja fingur og vona að hún Heilladís frá Galtarnesi verði snemma í þessu en ég hef tilfinningu fyrir því að þau tvö smellpassi saman.Reyndar gæti hún Skjóna mín líka passað á móti honum og svo eru þær báðar auðveldar fyrir hann og ættu að hleypa honum auðveldlega að á folaldagangmálinu.

Í morgun komu Eyríkur og Hermann að sækja flotta svarta Hervarssoninn en það á að fara að halda áfram að temja hann.Verst að ég náði aldrei almennilegri mynd af honum vegna dimmu og stanslausrar rigningar á meðan hann var hér.

 Mynd Sabine Sebald.

Eftir viku verður þetta stóra og myndarlega hestfolald fellt ef það selst ekki.Það fer um á fallegu og greiðu brokki og samsvarar sér vel.Faðirinn er Prins frá Hraukbæ sem er undan Otri frá Sauðárkróki og Skessu frá Hraukbæ.Verð 40.000- staðgreitt.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299691
Samtals gestir: 34557
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 12:43:45