Heimasíða Ásgarðs

23.11.2006 04:19

Hrókur frá Gíslabæ kominn á hús

Úpps.......þessi mynd er alltof stór!Blogga meir í dag þegar að ég hef tíma til að bulla og minnka þá myndina af drengnum honum Hrók.En afhverju er hann bara með 8.5 fyri prúðleika? Næst vil ég fá 9 á hann .

Komin minni mynd .

Já þá er að reyna að muna eftir hvað hefur á daga okkar drifið.

Við Hrókur ákváðum það að hann ætti að fara inn svo að álagið á kellinguna minkaði hvað varðar alla þessa þeytinga með rúllur í mörg hólf en þegar að Hrókur var farinn úr sínum hryssum þá gat ég sameinað þær við annan hryssuhóp.Við löbbuðum útí stóðhestahús í myrkrinu og ég hreinlega hékk í faxinu á klárnum í hálkunni! Það var gaman að fá hann aftur í húsið en það er alveg með eindæmum hvað hann þarf alltaf að tjá sig og biðja um hitt og þetta hehehehe.Hann td veit að heyið sem hann fær og hin hrossin í húsinu er ekki eins verkað einosg kanínuheyið.Í kvöld einsog svo oft áður þá hætti hann að éta sitt hey og kumraði eftir kanínuheyi.Auðvitað fékk hann smá tuggu og svo aftur smá tuggu hehehehe.Ég hleypti honum framá gang með öllum Ægissíðufolöldunum og skipti hann sér ekkert af þeim heldur stóð í ströngu við að koma sér í kanínurúlluna.Hann er með afbrigðum geðgóður við önnur hross og þá sérstaklega folöld.Næsta dag þá setti ég hann út með þeim og þau voru að fara út í fyrsta sinn og það var ekki auðvelt að koma þeim útum dyrnar en þröskuldurinn var svo svakalega hættulegur! En loksins létu þau sig vaða yfir hann og það var sko sprett úr spori!Svo svakalega að hún Sssól Hróksdóttir datt um koll í hálkunni og fleytti kellingar eftir jörðinni.Það voru móð en sæl folöld sem komu inn aftur með Hróknum.

 

Við færðum stóðtittina uppeftir þannig að þeir eru komnir á sinn stað.Ekki var gaman að hafa þá greyin í heimahesthúsinu sem er með steyptu gólfi og gúmmímottum á.Eitthvað eru lærin á þeim skítug orðin en núna ættu þeir að hreinsast aftur.Ég þoli ekki flórlæri arg arg........

Hér eru ljóskarnir þeir Stóri Dímon frá Markaskarði (til sölu á http://www.gaedingur.com/youngsters.html ) og Glófaxi Parkerson.

Hér eru þeir Týr frá Hvammi en hann er til sölu og Hjartan frá Markaskarði.Hann Týr er brúnskjóttur að lit og er undan Tón frá Auðsholtshjáleigu og er hann Tónn undan Keili frá Miðsitju.Óska eftir tilboði í Týr fyrir hönd eiganda hans.

 
 Fæðingarnúmer IS2005156073          
 Nafn Týr
 Uppruni í þgf. Hvammi II
 Upprunanúmer 144681  Svæði 56
 Litarnúmer 2510 Brúnn/milli- skjótt
 Litaskýring  
 Land staðsett IS
 Gelding    Dagsetning  
 Afdrif Lifandi  Dánardags.  
 Faðir IS2001187018 - Tónn frá Auðsholtshjáleigu
 Móðir IS1989256894 - Elding frá Syðri-Ey

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297491
Samtals gestir: 34277
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 09:01:00