Heimasíða Ásgarðs

18.11.2006 00:20

Vetur genginn í garð

Þessi mynd var tekin um kaffileytið.

Um kvöldið fór að snjóa með látum og svona leit allt út næsta dag! Hrókur bauð dömunum sínum "út" að borða og var aðalrétturinn grænn og vænn.Þannig að dömurnar hans Hróks eru komnar á fulla gjöf.

Veðrinu slotaði aðeins niður í dag og það hlýnaði svolítið eða nóg til þess að vatn sem fraus í leiðslum hjá okkur er farið að þiðna.Við náðum að gefa útiganginum loksins í gær og voru allir voðalega glaðir að sjá okkur og traktorinn koma með ilmandi rúllur.Folöldin nentu varla að standa upp og lágu um allt í kringum rúllurnar.Hér fyrir ofan er hún Sif Hróksdóttir og fyrir neðan er hann Pálmi Silfrason.Þau eru þau tvö yngstu á bænum en blása út enda mæðurnar afburða mjólkurhryssur.

Ég verð að skella inn einni mynda af honum Kóngi Hrókssyni svo eigandinn skammi mig ekki næst þegar að ég hitti hana .Hann gerir ekkert annað en að stækka og stækka svo manni þykir nóg um! Hvernig ætlarðu að komast á bak honum Kóng Hafdís???Hann er að verða jafn hár og Skjóna mamma sín .

Við skelltum okkur austur á Selfoss í kvöld með Fagra-Blakk en hann er að fara í "meðferð" á Ljónstaði og ekki veitir af að líta aðeins á bílinn eftir ævintýri haustsins á honum.Hann er alltaf greyið dinglandi með hestakerruna aftaní sér og svo keyrir maður bara og keyrir! Kannski engin furða að hann segi stopp og heimti að fara austur fyrir fjall í dekur .Við vorum alveg á hárréttum tíma að drífa þetta af enda spáði snjókomu og við á litla bílnum okkar eða Toyotu Corollu á slitnum sumardekkjum! Við lentum í blindhríð á Miðnesheiðinni og sáum varla framfyrir húddið á bílnum! Ég reyndi að fylgjast með hvítu línunni mín megin á meðan Hebbi reyndi að rýna í næstu stiku.Allt gekk þetta slysalaust fyrir sig og heim komumst við.

Ég dreif mig strax niður í hesthús að aðgæta að tveimur fyrstu verðlauna hryssum sem komu í dag og önnur með gulfallegt folald undan honum Gára frá Auðsholtshjáleigu ! Allt var þar með kyrrum kjörum og gott að vita af þeim inni svona nýkomnum hingað með Ágúst kastað folald.Ég ætla að koma þeim út í rúllu á morgun í rólegheitum.Halldór kom í dag og sótti hann Glóðarfeykir sem er að fara í algjört dekur inní Gust .Einhvernveginn grunar mig að hann verði vel burstaður og puntaður strax við komuna dekurdrengurinn .

 

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 368
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297687
Samtals gestir: 34338
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 13:53:09