Heimasíða Ásgarðs

12.11.2006 01:53

Biskupinn lasinn!

Veðrið er búið að vera alveg einstaklega leiðinlegt bæði fyrir menn og skepnur.Í fyrrakvöld átti að koma annar veðurskellur og fórum við extra vel yfir dýrin í húsunum og gengum vel frá öllu.Eitthvað fannst mér samt hann Biskup minn hegða sér undarlega ef ég nálgaðist stíuna hans og þegar að ég kom og stóð fyrir framan hann þá fór hann að tifa um stíuna einosg hann langaði til að velta sér og auðvitað skildi ég það þannig að hestræfillinn væri ekki búinn að vera nógu mikið úti (hann er algjör veltifíkill) og auðvitað hleypti ég honum framá ganginn til að hann gæti velt sér þar í sandinum.Ekki var hægt að opna neina hurð til að hleypa skepnunni út þannig að gangurinn varð að duga enda breiður og fínn.Biskup lagðist strax niður við fæturna á mér og stundi og stundi.Þá skildi ég að ekki var allt með felldu! Ég rak klárinn á fætur og þá sýndi hann hrossasóttareinkenni,geispaði og geispaði og fílaði grön alveg ógurlega.Aftur henti hann sér niður og nú ætlaði hann að fara að velta sér en þá rak ég hann á fætur og rak hann fram og til baka eftir ganginum og setti hann svo í stóru folaldastíuna og sótti svo Stíg hennar Sabine og setti hjá honum til að Biskup fengi að hreyfa sig svolítið.Auðvitað vildi Stígur ólmur leika og Biskupinn fékk engann frið til að leggjast niður og velta sér sem hann mátti alsekki gera.Ekki fengu þeir blessaðir neina tuggu og við svo búið fór ég heim.

Veðrið tók að versna allverulega seint um kvöldið og nóttina en um 3:00 þá skánaði það og út stökk ég að aðgæta að Biskupnum mínum.Auðvitað var hann Stígur búinn að hrista úr honum hrossasóttina og Biskupinn tilbúinn að fá tugguna.Nei"ekki fékk hann tugguna sína en hann fékk að fara aftur í stíuna sína svo hann gæti nú fengið smá svefnfrið fyrir Stíg sem var alveg hissa á því að fá ekki að hamast meira í klárnum .

Svona var veðrið fallegt um kaffileytið 11-11-06 og gaman að stússast í hrossunum.Við klipptum hófana á henni Moldu frá Tunguhlíð og settum hana og Feng niður á Vinkil og þá eru þau komin á heygjöf.Það er alveg merkilegt hvað hún Molda er orðin spök og góð meri!Fyrst þegar að hún kom hingað í Ásgarðinn þá var hún alveg svakalega slungin að láta mannshöndina alsekki snerta sig og alltaf þegar að átti að fara á bak henni þá þurfti mannskap til að ná henni inn í hesthús með öllum tiltækum ráðum!Núna gengur maður bara að henni úti og mýlir hana .

Og svona var veðrið cirka klukkutíma síðar! Við Inga sóttum þá Biskup,Glóa og létum Stíg elta og eru þeir þá komnir heim úr stóðhestahúsinu.Þetta gekk þrusuvel og Stígur tók ekkert á rás útí loftið frá okkur enda er víst alveg nóg um laus hross hérna þessa dagana og næturnar.Eftir að við vorum búin að sleppa þeim saman við nýju hestana sem komu hingað í dag þá náttúrulega þurfti Biskupinn að gera gestahrossunum grein fyrir því hver ÆTTI Ásgarðinn og hver RÉÐI ÖLLU hér hehehehehe.....Aðalega með öskrum og rassaskellum en sem betur fer þá lemur hann ekki þessi stóri jálkur,ég biði ekki í það ef hann reiddist illa!

Tveir flottir að kynnast í veðrinu í dag.Biskup og Stellu-Blesi.

Jæja gott fólk,best að skella sér í háttinn.Fullt að gerast á morgun,nefnilega folaldabjörgunardagur og er ég búin að panta hestaflutningarbíl undir litlu hnollin sem koma hingað heim á morgun! Vona bara að við rignum ekki niður á morgun í Ægissíðunni,enn eru nokkuð mörg folöld óseld ef einhver hefur áhuga.Síðasti sjens því Sláturbíllinn kemur í réttina klukkan 12:30 og tekur það sem ekki selst.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297578
Samtals gestir: 34307
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 11:57:15