Heimasíða Ásgarðs

10.10.2006 00:48

Fyrsta ormahreinsun

Sælt verið fólkið,ég er á lífi elskurnar mínar .Ég verð að vera duglegari að blogga því ég fæ orðið símhringingar og tölvupóst ef ég blogga ekki í nokkra daga og allir halda að ég hafi slasast eða eitthvað þaðan af verra.

En það sem helst er í fréttum er að hann Hringur kallinn minn elskulegi gekk ekki alveg heill til skógar á sölusýningunni um daginn,hann er múkkaður þessi ræfill og var hans svar við því að sýna ekki sitt besta og spara flottustu taktana sína í brautinni.Ég heimsótti hann í dag og Sigga Matt sem segir að þetta sé allt í rétta átt og hesturinn að lagast.Það er verið að doktora klárinn með öllum bestu ráðum og allt að gera sig .Hann fær reglulegar heimsóknir frá spenntu fólki sem er að spá og spekúlera í honum.Ég varð nú pínulítið montin þegar að einn af þjálfurum hans sagðist vera við það að versla hann sjálfur.Mér skilst að hesturinn seljist núna á allra næstu dögum,nú ef ekki þá kemur hann bara heim litli Englabossinn hennar "mömmu" sinnar í smá dekur fyrir átök vetrarins og hver veit nema að kellan skelli sér á honum í Kvennatöltið hjá Mána í vor!

Það er engin smá fótlyfta þarna á ferðinni! bara yfir vinkilinn .Nú er bara að krossleggja fingur og vona að hún Vænting frá Ásgarði sýni þessa sömu takta þegar að því kemur að hún verði reiðhross.Við Eygló tókum okkur til um daginn og ormahreinsuðum folöld úr tveimur hólfum af þremur og þvílíkur munur að vera ekki einn að þessu einsog ég hef verið í flest skiptin.Ég var ekki ánægð með hana Von hennar Röggu en það er fósturfolaldið hennar Heilladísar sem missti mömmu sína þegar að hún var cirka mánðargömul eða svo.Von var farin að líta út einsog hún væri ormaveik og ég var voðalega svekkt vegna þessa.Ég sem er svo samviksusöm að ormahreinsa öll hross reglulega og alltaf allar hryssur á vorin áður en þær kasta! Ég spurði dýralækni út í þetta og þá kom hið sanna í ljós og er maður alltaf að læra meira og meira í sambandi við hrossin.Þannig er að þrátt fyrir að Von hafi haldið áfram að fá mjólk úr Heilladís og hennar eigið folald hún Sif blæs út og blómstrar og er ekki ormaleg að sjá þá hefði Von þurft að fá mjólk úr sinni eigin móður í minnst 3 mánuði til að mótefnin gegn ormum frá móður virki almennilega! Semsagt Sif Heilladísardóttir nýtir vel mótefnin úr móðumjólkinni en Von getur það ekki því hún er ekki dóttir hennar Heilladísar!

Pálmi frá Höfnum var ormahreinsaður og bundinn í gúmmíkarlinn og var hann duglegur sá stutti að taka á kallinum hehehe.Hann lærði heilmikið um það hvernig er að vera bundinn og þurfa að sætta sig við það.

Ekki slapp hún Frigg frá Ásgarði við að fá ormalyf heldur og sú var dugleg á gúmmíkarlinum!Rosalega er þetta mikilvægt tæki þessi gúmmíkarl,hann sparar manni mikið vesen og óþarfa uppákomur við það þegar að hross taka sig til og slíta sig laus af manni þegar að þeim hentar.Og auðvitað voru allar lappir teknar upp og voru folöldin orðin svo þæg og góð eftir allar þessar kúnstir hjá okkur Eygló eftir daginn.

Við tókum okkur til um daginn og slátruðum þremur af heimalningunum.Hrússarnir voru ansi þungir og fínir,vógu 17 kg annar þeirra og hinn 17.5 kg.Nú er staðan þannig hjá okkur að við ætlum að vera með kindur og prófa okkur áfram með þetta og fáum við góða aðstoð frá vinkonu minni henni Valgerði sem er fjármálaráðfrúin mín .Það verða settar á 3 gibbur og einn hrússi hann Flanki frá Flankastöðum.Hann er svo mikil kótiletta að það er ekki fyndið!Ýkt langur og ætlar hann að framleiða falleg kótilettulömb með extra langan hrygg hehehehe.

Buslufréttir:

Busla er búin að fara tvisvar sinnum í geislana sína og er komin aftur á Pencillín því það er sýking í beininu og kannski ekki furða þó að hún hafi verið að kveinka sér og ekki viljað nota fótinn sinn.Svo er hún á Kalktöflum til að flýta fyrir beinmyndum og vinna geng beineyðingunni sem hefur orðið hjá henni.Hún stendur sig einsog hetja hjá XXX og þarf engin róandi lyf svo hægt sé að vinna með hana í öllum þessum tækjum.Hún bara snýr eða liggur kyrr einsog hún er beðin um.Litla hetjan mín er hægt og bítandi að sýna merki um að hún finni ekki eins til og er farin að gera ýmislegt sem ég hef ekki séð hana gera lengi.Sem betur fer þá reynir hún ekki að stíga í fótinn ennþá en það skiptir máli að hún geri það EKKI segir XXX á meðan beinið er að taka sig og ná einhverri festu.Hún er hætt á öllum verkjalyfjum og sefur hún vel og hreyfir sig sem minnst.Ég sá strax mikla breytingu á henni Buslu eftir fyrstu geislameðferðina því hún virtist geta slappað betur af og legið afslappað og sofið rólegar.Áður var hún alltaf að skipta um stellingu og svaf ekki vel.Ég get fylgst svo vel með henni því hún sefur á teppi við svefnherbergisdyrnar og þar getur hún sko sofið alveg endalaust þessi elska.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 419
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 298896
Samtals gestir: 34468
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 23:27:30