Heimasíða Ásgarðs

10.09.2006 18:13

Tangó mættur í Ásgarðinn!

Ég var búin að pikka alveg helling í gær og svo gerði ég eitthvað og allt týndist! En núna ætla ég að passa mig að vera ekki að fikta svona ógurlega í tölvunni því það er svo svekkjandi að vera búin að pikka heil ósköpin öll og svo úpppppsss....allt farið .

En hann Tangó mætti á svæðið í gær með eigendum sínum og er þetta hinn myndarlegasti foli,stór og vænn.Hann er ekkert smá krúttlegur þegar að maður kemur í hesthúsið að gefa.Ég fékk ekkert smá mikið hnegg og kumr þegar að ég mætti í hesthúsið og hlýnar manni um hjartaræturnar að fá svona móttökur:)) Allt var með kyrrum kjörum og Askur er greinilega góður nágranni því þeir voru ekkert að vesenast hvor í öðrum á milli stíanna enda var sett rafmagn á í gærkveldi.Það var nú svolítið fyndið í gær þegar að Tangó var kominn en ég hafði ekki náð að koma Aski útí stóðhestahús þannig að ég greip hana Freistingu sem var með Rjúpu og Toppu gömlu í girðingu við hliðina á húsinu og setti ég hana Freistingu í þarnæstu stíu við hann Tangó.Þegar að ég kom aftur út þá var hún Toppa alveg óð og búin að brussa sér yfir rafmagnsþráðinn og var að leita að henni Freistingu! Það var sko ekki nóg fyrir hana að hafa hana Rjúpu sem er nú greinilega bara 3 vetra krakkaskítur í hennar augum.Við urðum að setja þær tvær líka inn á meðan við fórum heim að gefa fólkinu kaffi og spjalla um hesta og allt sem þeim viðkemur.

Það komu 12 manns í heimsókn í gær og eitthvað af þeim eru varla taldir til gesta en það eru svokallaðir heimalningar sem koma hingað svo oft að það liggur við að maður láti bara smíða lykla handa þeim .En það komu skemmtilegir gestir í gærkveldi sem hafa ekki komið hingað áður og var það hann Pálmar og fjölskylda frá Þorlákshöfn.Þau eru í hestunum líka og auðvitað drifu þau sig bara með okkur í verkin eftir að hafa þegið kaffi og kleinur.Askur var handsamaður og settur uppá kerru og skutlað útí stóðhestahús.Ósköp hefur hann þroskast mikið í sumar og stækkað! Ég er ekki frá því að við séum þarna með spennandi stóðhestefni sem við tímum jafnvel ekki að selja strax.Ætlunin var að selja hann og var ég búin að setja þessa svakalegu auglýsingu á einn vefmiðilinn en hún týndist einhverstaðar á leiðinni?

Askur kominn á hús og hinn ánægðasi með tugguna sína.Reyndar þurfti ég að gefa hey frá í fyrra í dag, því að þetta seinslegna hey óáborið var aðeins of sterkt og þáðu hrossin gamla heyið frekar og tóku líka í hálminn sem á að vera undirburður.Hálmurinn er flottur að því leiti að þau borða hann með ef að heyið er of sterkt.

Í dag eru ekki margir búnir að koma.Einn heimalningur að nafni Jónas Andrésson er hér og svo komu Guðrún frænka með litlu frænku og Snorra sinn en þau voru að koma með fellihýsið sitt í geymslu fyrir veturinn.Aníta litla frænka var alveg óð að sjá ho ho og gefa þeim hamborgarabrauð sem fylgdi honum Tangó:)) Tangó var alveg til í að fá smá brauð og Askurinn líka og pössuðu folarnir sig að bíta ekki í litlu puttana á frænkunni minni.

Ég bara verð að bæta smá við bloggið hérna fyrir kvöldið.Það er nú ekki oft sem ég sýni snilldartakta í eldhúsinu en núna verð ég bara að monta mig smá . Ég og kallinn minn vorum að sporðrenna honum Nagla niður (Fashaninn Nagli) og tókst mér svona svakalega vel upp með eldamennskuna á honum en þetta er í fyrsta sinn sem ég elda Fashana. Ég ætla að setja uppskriftina að honum hér inn svo ég gleymi ekki hvernig ég gerði hana.

Grillaður Fashani A La Ransý .SLURP!!!!!!

Einn Fashani reyttur og sviðinn.Hann vigtaði 900Gr. Hver 300Gr þurfa 15 mín í ofni.

Fashaninn fylltur með Lárviðarlaufi,Skessujurt,svörtum Piparkornum.Salt og pipar nuddað vel utaná Fashanann.Þræddur uppá tein og skellt í grillið í ofninum.

Sósan:Smjörbolla búin til.Ég notaði olíu og fínt Spelthveiti og bjó til bollu úr því.

 Soðið sem lekur af fuglinum er sett saman við (sigtað áður).Matreiðslurjóma bætt við,Bláberjamauki (sykurlaust) frá Himneskri Hollustu bætt útí og Soysósa (glútenfrí) til að fá góða sósubragðið.Ég hefði sett útí líka Gráðost ef hann hefði verið til,geri það bara næst:))

Kartöflurnar hitaði ég á pönnu og hellti smávegis af Agave Syrup útá í staðinn fyrir að búa til sykurbráð og steikja þær uppúr því.Agave Syrup er náttúruvara og unnin úr Kaktus.Mun hollara en hvíti sykurinn og alveg dísætt fyrir bragðlaukana.

Svo er bara að hafa það grænmeti sem hver og einn kýs sér.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 258
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 299355
Samtals gestir: 34513
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 01:32:36