Heimasíða Ásgarðs

07.09.2006 23:57

Busla búin í viðgerð!

Hér er mynd síðan í vor en þarna er Busla með Skvettu dóttur sinni að tæta í sundur barð en þar var minkur undir.

Þá erum við Busla komnar heim úr Reykjarvíkurferðinni en við vöknuðum um 9:00 í morgun og brunuðum af stað í bæinn.Það var vel tekið á móti okkur inná Dýraspítala og Busla sett í búr á meðan hún beið eftir að röðin kæmi að henni að fara á skurðarborðið.Ég fór á bæjarrölt en ég var búin að ákveða að kaupa annan GSM handa kallinum mínum en það varð úr að ég fékk mér nýjan GSM því minn bókstaflega trylltist í bænum og fór að gera allar hundakúnstir.Td.þegar að dýralæknirinn hennar Buslu hringdi í morgun í okkur þá lá síminn í sætinu á milli mín og tíkarinnar og svaraði hann sjálfur (síminn) og dýralæknirinn heyrði bara drunurnar í bílnum og tónlistina á Bylgjunni! Svo þegar að ég var sjálf búin að ná að hringja í hann Hebba minn þá heyrðist bara stöðugt bíp (símanum en ekki Hebba:) í honum og þegar að ég var búin að æpa í gegnum símann að ég ætlaði að kaupa mér annann síma og skella á þá hringdi síminn minn aftur og aftur í Hebba? Ég margslökkti á honum en hann byrjaði bara aftur að hringja í kallinn og það endaði með því að ég varð nánast að rífa hann í tætlur svo hann hætti þessum kúnstum! Það vildi ég óska að ryksugan léti svona!

Eftir að ég var búin að versla eitt og annað í Elko og Rúmfatalagernum þá plantaði ég mér í pössun hjá henni Helgu Skowronski en ég ætlaði ekki heim Buslulaus og einhverstaðar varð ég að vera og Helga var alveg til í að hafa mig. Við skröfuðum um stóðhesta og kynbótahryssur í gríð og erg og svo enduðum við uppí Stardal en þar er hún með verðandi gæðingana sína í hagagöngu á virkilega stóru og góðu landi.Gaman að sjá tryppin hjá henni eða það sem í þau sást fyrir spiki:)) Bara flott:))

Næst var að sækja hana Buslu sem var að vakna úr aðgerðinni en hún var ansi völt á fótunum en samt gat þessi elska skrölt á móti mér örfá spor þegar að hún heyrði í mér.Ég bar hana útí bíl og þar lagðist hún bara útaf og svaf áfram.Hún er búin að fá mikið hrós frá dýralæknunum á Dýraspítalanum en það haggar henni bókstaflega ekkert,sama hvað er verið að krukka í henni.Aldrei hefur hún sýnt það að ætla að verja sig eða glefsa í einn eða neinn enda ekki hennar karakter að sýna mannfólkinu neitt illt.Margir hrökkva frá henni þegar að ég segi að hún sé minkaveiðihundur en fólk er sem betur fer fljótt að sjá að þarna er tík sem er treystandi og er ekkert nema elskulegheitin.Geðbetri hund er vart hægt að finna.Núna liggur hún á teppinu sínu og er búin að bæði drekka vel og borða smá þurrfóður.Fóturinn er réttur núna að sjá og búið að setja plötu sem er fest með 6 skrúfum.Dýralæknarnir þurftu að sækja beinkurl í framfótarbeinið og flytja það í afturfótinn til að flýta fyrir að beinið grói.Eða svona skildi ég það minnsta kosti.Maður er orðinn svo ruglaður í hausnum eftir þetta allt saman að ég á það stundum til að lokast alveg þegar að ég er í þessum Reykjavíkurferðum með tíkaræfilinn minn.Ég týni bókstaflega öllu á þessum dögum og virðist aldrei ætla að komast útum dyrnar því ég gleymi öllu:)) Núna ætla ég að gera tilraun til að fara með hana út í rólegheitum til að pissa fyrir nóttina svo hún verði nú ekki í spreng í fyrramálið.))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 258
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 299355
Samtals gestir: 34513
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 01:32:36