Heimasíða Ásgarðs

31.08.2006 23:29

Heljar seldur!

Heljar frá Ásgarði er seldur.Innilega til hamingju Deidrie með Heljar.I hope that he will by a great stallion in the future in Ohio:))

Loksins lægði vindinn hér á Suðurnesjum (rok á Suðurnesjum!) og í gær náðum við að rúlla 45 rúllum af melnum svokallað hjá Gulla áður en myrkur skall á og náttfallið kom í logninu:))Veðurguðirnir hér hjá okkur geta ekki ákveðið sig og er annaðhvort í ökkla eða eyra hvað varðar vindstigin þessa dagana.

Í morgun kláruðum við melinn og man ég reyndar ekki hvernig talan endaði á rúlluvélinni en þetta er allt að hafast.Reyndar fékk ég svo nokkuð gott frí í dag frá traktornum sem ég þarf víst á að halda því ég tognaði á öxl um daginn við að ná múlnum af honum Hjartan kallinum.Eitthvað hefur hann lært samt af því að dingla í gúmmíkallinum góða því annars hefði hann líklega slitið af mér handlegginn en ég tel mig vera þokkalega handsterka en hann er mjög öflugur folinn.Mín varð að fara til læknis í fyrrakvöld alveg sárkvalinn af verkjum og með náldofa í þremur fingrum.Doksi hótaði mér því að ef ég lofaði ekki að vera stillt og hvíla mig framyfir helgi þá myndi hann setja handlegginn í fatla! Issss.....það er heyskapur og ég fékk svo rosalega góð verkjalyf sem heita Vóstar-S og eru þau svo góð að ég þarf ekki að taka gigtalyfin mín áður en ég fer að sofa því þau verka svona svakalega vel á gigtina líka:))

Í dag sló Hebbi Arnahól og er alveg kafagras þar núna en í sumar þegar að við vorum að rúlla og pakka fyrir Gísla við hliðina á Arnahólnum þá var varla gras að sjá á túninu sem er vel sprottið núna.Á morgun skal rúlla þar og pakka og svo rjúkum við áfram í Fuglavíkina.Hún lítur ágætlega út en mér sýnist samt að þar sé grasið eitthvað í minna lagi en í venjulegu ári.Við sjáum til hvað verður.

I have to tell people about what Dímon did today Deidrie! It was sooooo.....funny:))

Þannig var að ég Deidrie og vinkona hennar voru hér í dag að skoða sölufolöld og ég notaði náttúrulega sénsinn og gætti að öllum girðingum hvort allir væru í lagi í hverju hólfi.Þegar að við vorum búnar að skoða í hólfinun hjá Dímon og vorum að labba aftur heim þá læðist hann Dímon á eftir okkur einsog skuggi og fyrirvaralaust beit hann í buxurnar hjá Deidrie og var næstum búinn að taka þær niður um hana hehehehehehehe:)))Og ég náði þessu atviki næstum á mynd en þarna er hún Deidrie rétt búin að snúa sig útúr kjaftinum á klárnum hehehehehe.Svo eftir að hún skammaði hann þá hljóp hann til Orku og afgreiddi hana með stæl beint fyrir framan stelpurnar sem göptu af undrun yfir þessari náttúrulegu athöfn sem fór bara fram í ósótthreinsuðum haganum! Þessu eru þær ekki vanar og fannst mikið til koma:))

Ég verð samt að setja eina fallega mynd af henni Deidrie svo hún lemji mig ekki næst þegar að hún kemur í heimsókn hehehehe.This is a very good picture of her and Stórstjörnu who never let my touch her face but Deidrie was ok!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 298407
Samtals gestir: 34408
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 11:10:26