Heimasíða Ásgarðs

29.08.2006 02:16

Fullt af gestum og heyskapur (Buslufréttir)

Í gærmorgun hófst dagurinn á því að við hjónin ætluðum að vakna snemma og taka á móti Ragga Skúla (fyrrum torfærutappa á Galdra Gul:) en hann ætlaði að sjóða eitthvað fast framan á "nýju" fínu Toyotuna okkar.Auðvitað sváfum við eitthvað frameftir aðalega ég samt en Raggi var sko búinn að vera úti að vinna hér án þess að við hefðum hugmynd um og bankaði hann uppá hjá okkur uppúr tíu í gærmorgunn.Eitthvað fannst honum skrítið með hana Buslu þarsem hún lá á teppinu sínu en annar teinninn í afturfætinum var genginn eina 10-12 cm útúr henni og stóð þarna þráðbeinn uppúr skepnnunni! Djö.....var ógeðslegt að sjá þetta! Ekki heyrðist boffs í tíkaræflinum frekar en fyrri daginn og út fór hún og pissaði.Þegar að hún kom inn aftur þá hlammaði hún sér á rassinn og beint ofaná teininn sem stakkst aftur á kaf inní beinið eina cirka 8 cm og virtist hún ekki finna fyrir þessu eða er svona svakalgega hörð af sér.Ég athugaði hvaða dýralæknir var á neyðarvaktinni en þarsem "hennar"læknar voru ekki við þá gaf ég henni verkjalyf og ákvað ég að bíða framá mánudagsmorguninn.

Eftir að Raggi fór þá komu í heimsókn Hulda og Helgi frá Hellu og Gauja vinkona úr hestunum.Einnig komu Beggi og frú með sínhvora dótturina.Eftir mikið kaffiþamb og spjall þá stikaði ég niður tún í verkin mín þ.e.a.s færa strenginn hjá Hrók og merum og athuga hvort all væri í lagi í öllum hólfum.Helgi,Hulda og Gauja fóru með mér til að sjá folöldin og vakti hún Heilladís mestu athyglina með sín tvö folöld þær Sif Hróksdóttir sem er hennar eigið afkvæmi og Von Ögradóttur sem er fóstudóttir hennar.hryssan virðist mjólka þessum báðum folöldum mjög vel og er spikfeit og pattaraleg.Hún er reyndar ekkert glöð með að ég skildi taka hana frá Hrók og hinum merunum og kemur hlaupandi þegar að ég færi strenginn hjá Hrók og heldur að hún sé að missa af bestu beitinni!

Hér er Heilladís frá Galtarnesi með folöldin "sín".Ég verð að geta þess að dóttir Heilladísar Dögg Sæsdóttir frá Hellu hækkaði á yfirlitinu og er komin í 7.82 og er það nokkuð gott hjá fimm vetra hryssu sem ekki er búin að vera í margra mánuða tamningu hjá þeim "fremstu".

Stóðhestefnin hér á bæ voru heldur betur hressir í rokinu í kvöld þegar að ég gekk um hólfið hjá þeim! Það var kuldahrollur í þeim enda yfir 20 mertar á sekúndu í hviðunum.Hér er hann Glóðar Feykir Þengilsson á harðastökki.

Og þessi er sko kaldur kall! Lét sig ekki muna um að stökkva létt yfir gamla grjótgarðinn og hikaði ekki! Þekkir einhver þennan verðandi gæðing?

Í dag sló Hebbi Nýja-Bæ,Móhús og Miðhúsamelinn.Vonandi fýkur ekki heyið burt í öllu rokinu en við létum það vera að rúlla því upp í rokinu í dag enda nægur þurrkur framundan.Ég afturámóti fór með Buslu mína í bæinn og var hún þá orðin einum tein fátækari því snemma um morguninn sá ég hinn bókstaflega detta útúr löppinni! Dýralæknirinn tók hinn teininn úr líka og ég get ekki betur séð en tíkinni hafi létt við að losna við þessi ósköp úr löppinni sem eru greinilega búin að vera að trufla hana allann tímann.Hún heldur áfram á pencillíninu og vonandi er beinið orðið nægilega gróið svo hún geti farið að stíga aftur í fótinn fljótlega.Hún heldur fætinu alveg á lofti og hefur nánast ekkert stigið í hann allann tímann frá aðgerðinni.Matarlystin hefur ekki verið uppá marga fiska síðustu daga en núna í kvöld loksins þá sýndi hún matardallinum mikinn og góðann áhuga.Helst vill hún fá mat frá ákveðnum aðila úr bænum en hún Magga hefur verið afskaplega spennandi manneskja hjá tíkunum hér á bæ en hún er svoooooo........góð kona finnst þeim því hún vinnur í Mötuneyti!

Hér er þessi elska að sleikja dallinn sinn og þrífa einsog hún er vön að gera en hefur ekki gert lengi.Greinilegt batamerki á Buslunni minni.ég ætla að hlífa ykkur og fleirum við myndunum sem ég tók í gær þegar að teinninn var við það að fara útúr henni.Núna hlýtur þetta að vera að takast og mun ég krossa fingur og vona að allt verði gott og tíkin hætti að finna til.

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 298481
Samtals gestir: 34410
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 17:09:45