Heimasíða Ásgarðs

24.08.2006 00:37

Folar ormahreinsaðir og hrossaflutingar

Það er búið að vera nóg að gera í hrossastússi hér á bæ síðustu daga.Tvær gestahryssur fóru frá Hrók og til síns heima og Toppa gamla Náttfaradóttir fór upp fyrir veg til Rjúpu og Freistingar til að bíta þar grasið græna sem við höfum ekki nýtt okkur hingað til.Við erum byrjuð að girða þar og er alveg lúmsk beit þarna fyrir ofan veg.Toppa gamla tók vel í grasið enda mathákur mikill einsog sést á þessum myndum:))Gamla brýnið orðin 22 vetra og er aðallega uppá punt hér hjá okkur en alltaf hefur hún gaman af því að vera hjá stóðhesti á sumrin og tókum við það ekki frá henni í vor og fékk hún að vera hjá honum Hrók svona honum og henni til mikillar gleði þó hún hafi eflaust ekki fest fang frekar en síðastliðin 3 ár.

Rjúpu minni fannst ekkert smá sport að fá þá gömlu til sín og fór í loftköstum um allt hólfið:))

Í fyrradag þá tók ég inn ungfola og ormahreinsaði,ekki voru þeir mjög hrifnir af þessu uppátæki hjá kellingunni og þurfti að hafa meira fyrir sumum en hafði ég bara gaman af að slást pínulítið við þá.Þetta má nú ekki allt saman standa grafkyrrt,það verður að vera smá fútt í þessu!

Ef þið mætið þessu tveimur perrahrútum leitið þá skjóls á öruggum stað og bíðið uns þeir eru horfnir.Gimbrarnar mínar eru alveg búnar á því og erum við hér í Ásgarðinu búin að setja upp Gimbra athvarf niður í hesthúsi.Tara fór ekki varhluta af árás þeirra og stoppaði ég för þeirra á eftir tíkinni þegar að hún kom hlaupandi innum dyrnar með þá á hælunum og inn allann ganginn og skondraði hún á annari hliðinni inní stofu! Tíkarræfillinn þarf líklega að fara í klippingu því hún er nú einu sinni Puddle-Terrier blendingur og gæti alveg verið grá gimbur.En hvað um það þá eru þessir spræku heimalningar frá næsta bæ ástsjúkir á eftir lömbunum okkar og bíð ég nú bara spennt hve lengi fram eftir hausti þeir fá að lifa,kannski verða þeir settir á! Hjálp!!!!!

Við hjónin fórum í bæinn í dag og skildi kallinn mig eftir í Kringlunni með gjafabréfin frá systkinum hans og nú skildi mín sko kaupa sér föt! Ekki fannst mér ég fá merkilega þjónustu í fyrstu tveimur búðunum þannig að ég sneri mér annað og hætti ekki fyrren ég fann buxur einsog ég vil hafa þær og lágu þrennar í valnum þegar að ég gekk út.Boli fann ég líka og er ég alsæl með þetta,komin með þessar fínu buxur á mig sem ég er sátt við.Ég er svo agaleg þegar að ég fer að versla mér föt.Ég vil helst að ég geti keypt mér svipuð eða eins föt ár eftir ár.Ég þoli td afar illa þessar víðu buxur sem allir eru með á hælunum,það er einsog ungdómurinn sé enn með bleyju og gleymst hafi að skipta um í marga daga!

Í kvöld kom afskaplega fallegur foli til mín í pössun og er hann undan hinum fræga Þengli frá Kjarri sjálfum.Ég tók bara andköf þegar að ég sá litinn á folanum,auðvitað var hann glófextur EN rauði liturinn á búknum er algert æði! Ég held að þarna sé bara Þengill heitinn kominn aftur og verður spennandi að fylgjast með þessum fola í framtíðinni:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 298425
Samtals gestir: 34409
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 13:50:02