Heimasíða Ásgarðs

20.08.2006 21:08

Tara fælir innbrotsþjófa frá!

Ég var ekki að skilja lætin í henni Töru í dag en hún var í hundaðstöðunni útí kanínubúi ásamt Skvettu barnabarni sínu að passa uppá að Refur og Minkur komi ekki að taka frá okkur smádýrin sem þar eru.Hún gelti og gelti og var ég að hugsa hvað í ósköpunum gengi að tíkinni! Hún virtist vera ofsalega reið og æst en ég sem var um allt annað að hugsa hélt bara áfram því sem ég var að gera.Það kom svo í ljós þegar að Hebbi fór úteftir að gefa og líta til með skepnunum að einhver(jir) höfðu sparkað upp hurðinni á bakvið og farið þar inn.Eitthvað hefur þeim litist illa á lætin í tíkinni því ekkert var horfið og ekki hreyft við neinu.Eins hafði ekki verið gengið um kanínusalinn eða geymsluna okkar.Við viljum þakka það að ekkert var skemmt eða tekið hve tíkin gelti rosalega og var reið og ill.Hún er alveg einstök hvað varðar að passa uppá allt hér í Ásgarðinum og stundum er hún svo bíræfin að hleypa ekki fólki útúr bílunum nema að við séum útivið til að samþykkja gestkomandi fólk þó svo hún þekki það vel.Góð Tara mín!

Það var sko engin smá matarveisla sem þau heiðurshjón Boggi og Eygló héldu í nýja flotta Hjólhýsinu sínu á Sólseturshátíðinni og vorum við boðin í Lambalæri og Rauðvín sem var þegið með þökkum.Veðrið var frábært og margt af skemmtilegu fólki sem við hittum þ.á.m Frikki hestatemjari,Högni járningakappi með frú og hund og svo ekki síðast og síst,Jenni Dalaprins og Maja frúin hans.Það sem hægt var að skrafa um hesta og aftur hesta.Auðvitað kemst ekkert annað að þegar að svona hrossabrestir einsog við hittumst.Einhverntímann um nóttina þegar að mín var búin að innbyrða einhver ósköpin öll af dýrindis kræsingum sem runnu ljúft niður með hinum og þessum tegundum af hmmmm..........nefnum það ekki,mig langar ekki svoleiðis alveg strax á næstu dögum  ,þá fylgdu Boggi og Eygló okkur með vasaljósum heim á leið og kvöddumst við í nóttinni yfir rafgirðingunni hjá okkur við hófatak mikið en Hrókur og frúrnar hans þeyttumst um allt tún alveg steinhissa á þessu fólki með ljósgeislana.Og auðvitað var enginn friður til að fara beint í háttinn þó nótt væri skollin á með myrkri því að lömbin komu þjótandi og veinandi á móti okkur og terrorista hrútarnir frá Hólabrekku á eftir okkar gimbrum og voru ekkert nema gre.....an.Þeir hömuðust á gimbrunum sem leituðu skjóls á bakvið okkur og Hermann hrútur renndi sér stöðugt í þá til að bjarga sínum gimbrum og ætlaði allt um koll að keyra og lá við að ég dytti um koll í látunum við að koma okkar þremur lömbum inní hesthús og skella á Hólabrekkuhrússana sem góndu alveg steinhissa og lafmóðir á okkur.Þannig að það var gerð tilraun til nauðgunar á Sólseturhátíðinni í Garðinum:))Eða þannig sko:))

Hvernig er annað hægt en að ljóma svona í framan með nýkastað folald í höndunum.Þetta fallega folald fæddist í dag og voru þau Boggi og Eygló lengi búin að bíða eftir því og reyndar var Eygló búin að gefa út þá yfirlýsingu að merin væri bara svona feit og hana nú! En þessi fallega liti foli er nú enginn fituklumpur úr mömmu sinni heldur jarpblesóttur-sokkóttur að aftan og hringeygður á báðum!!!Þvílíkur litur á einni skepnu! Innilega til hamingju með gripinn vinir mínir .

Buslufréttir.

Við Busla fórum eina ferðina enn í bæinn síðastliðinn Föstudag en teinarnir voru eina ferðina enn að ganga útúr henni.Þó hreyfir þessi elska sig næstum ekkert,fer rétt út til að gera stykkin sín og það á þremur fótum.Þetta gekk vel og tók dýralæknirinn sem annaðist hana mjög vel á móti henni og fékk tíkin vel af verkjastillandi og verður áfram á Baytrilinu vegna þess að hún ælir upp Dalacininu nær samstundis og hún tekur það inn.Það eru tæpar tvær vikur eftir en þá má taka þessa bölvaða teina úr henni.Ég krossa bara fingur og vona að þeir hreyfist ekkert en ég verð ekki hissa þó þeir poppi upp eina ferðina enn.Þá verður að skera Busluna mína aftur og brjóta beinið aftur upp en það virðist ekki gróa alveg rétt saman.En þá verður líka að bolta allt saman með skrúfum eða hvað þetta nú heitir.Ég ætla bara rétt að vona að hennar kvölum samfara þessu öllu saman fari að linna.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 329
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 298486
Samtals gestir: 34411
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 17:56:24