Heimasíða Ásgarðs

10.08.2006 01:02

Álaga sumar

Hvernig og hvenær endar þetta skrítna sumar.Það er einsog einhver álög hvíli yfir mönnum og skepnum þetta sumarið.Síðastliðinn Sunnudag þá missti góð vinkona mín merina sína hér og lítur allt útfyrir að hún hafi fengið hjartaáfall.Það gekk undir henni gullfallegt merfolald sem ég hef haft áhyggjur af en strax á Þriðjudeginum sé ég að það er að fá sér mjólkursopa úr einni af mínum merum og þá ætti því að vera borgið sem betur fer.Reyndar er sú stutta að reyna að fá sopa úr annari meri en folaldið hennar bregst hið versta við og ver mömmu sína með kjafti og klóm!Ekki datt mér í hug að folöld gætu brugðist svona við að verja sopann sinn fyrir öðrum folöldum!Ég ætti kannski að fara útí það að skrá niður svona hegðun sem maður sér á mínu daglega rölti um stóðin hér á bæ.Annað undarlegt sá ég í minna stóðinu þarsem Dímon Glampasonur ræður ríkjum yfir sínum 4 merum (hann heldur að þær séu 40 hehehe).Hún Orka sem missti tvíburafolöldin sín í vor er að ganga upp í þriðja sinn og vildi merin fá sitt en Dímon var ekki í neinu stuði fyrir svona hryssu sem ekki fyljast strax heldur geipsaði bara stórum geispa og horfði útí loftið!

Og svo ullaði hann bara á hana!

Stuttu síðar kom önnur meri alveg hneyksluð á folanum,rak hann með hörðum hóf í burtu og hoppaði á bak þeirri sem var í hestalátum og reyndi að afgreiða málið!

Heyskapurinn gengur afar rólega fyrir sig en við erum ekkert að skreppa saman af stressi yfir því.En ánægjulegustu fréttirnar eru þær að hann Hebbi minn sem er nú alveg snillingur að gera við Krone vélina okkar smíðaði eitthvað (gormasystem) á hana þannig að núna lokar hún sér þannig að hægt er að rúlla með henni:)) Núna bíðum við bara eftir næsta þurrki og þá er bara að spretta úr spori og halda áfram að heyja,nóg er af túnunum sem bíða eftir okkur.

Deidrie sú sem er að læra "allt" um ræktun hrossa í Ásgarði kom í dag og er hún alveg kolfallinn fyrir honum Heljari og vill fá hann út með sér.Reyndar verð ég að láta aðra vita sem var spennt fyrir honum áður en lengra verður haldið með Heljar,nú ef hún vill hann ekki þá gæti hann verið á leiðnni út til Ohio.Ekkert minna ferðalag en það.En það sem henni Deidrie fannst mest spennandi var þessi náttúrulega frjóvgun sem á sér stað hér útum alla haga.Þeir eru víst ekki svona heppnir stóðhestarnir úti í hennar heimalandi,þar fer allt gamanið fram í hólkum og slöngum sem menn stýra.

Buslufréttir.

Busla greyið á ekki gott þessa dagana.Enn eina ferðina virðist teinninn á leiðinni útum löppina á henni og farið að grafa í öllu saman.Hún missti lystina í gær og vildi hvorki vatn né mat.Ég reyndi að gefa henni aftur hitt pencillínið sem hún var fyrst á en hún ældi því strax upp aftur einsog hún gerði um daginn.Það tollir enganveginn ofaní henni þannig að hún er þá á hinu pencillíninu sem að gengur vel að gefa henni.Verkjastillandi og bólgueyðandi fær hún kvölds og morgna.Á morgun ætla ég að ná í dýralækninn hennar og vita hvað hægt er að gera fyrir tíkina mína.Hana vantar bara viku uppá að það megi taka teininn úr fætinum og vona ég svo innilega að það verði hægt mjög fljótlega og að beinið sé að mestu gróið.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 298402
Samtals gestir: 34407
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 10:47:29