Heimasíða Ásgarðs

23.05.2006 01:00

Þreytt á að bíða?

Jæja gott fólk þá er biðinni eftir bullinu lokið og ég á eftir að blogga um alveg fullt.Eða það sem ég man .Reyndar var ég búin að gera heljarinnar ritgerð en hún þurkaðist út .Ég var að kíkja á mynd af andarhreiðri sem að Hebbi fann inní kanínusalnum í dag en ein aliöndin hefur verið ansi seig að koma sér stöðugt úr andagirðingunni.Það er ekki nema von að greyið komi sér alltaf út aftur en hún liggur á einum 19 eggjum!

Heimalningarnir 3 dafna vel og er hann Hermann Hrússi allur að braggast eftir að hann fékk spelku á fótbrotna fótinn sinn.Vala er svo áköf á pelanum að það er bara fyrir hörðustu konur og menn að halda honum .Svo er ein enn gimbur og fékk stúlka sem var hér í heimsókn frá Svissnesku Ölpunum að skíra hana og heitir gimburin Anja.Þessi unga stúlka gat varla slitið sig frá lömbunum og varð að fá að skíra eitt þeirra .

Framundan er Kvennareið og pantaði ég Gísla Dýralækni til að skaufahreinsa Biskup og svo kom Jón Steinar einsog hendi væri veifað og járnaði dekurdrenginn og raspaði í honum tennurnar.Það var svaka steinn í honum og gott að vita af honum útí hesthúsglugga en ekki að trufla klárinn í reið en nógu er hann duglegur að koma sér áfram þó svo að steinn sé ekki að auka hlaupagleðina í honum.En hvað um það.Við Karen og Begga ákvaðum að kalla okkur AFTUR Á BAK  gengið því ekki höfum við nú mikið riðið út undanfarið.Begga hefur verið í mömmuhlutverkinu og ég að vesenast með gikt einsog gömul kelling ( er svo mikið ung tútta you know) og Karen lenti heldur betur illa í því í vetur en hesturinn sem hún var á rauk illa með hana og datt hún svo illa af baki að kalla þurfti á sjúkrabíl.

Svo í gær skellti ég hnakk á Biskup og reið honum til Karenar og Villa þarsem stelpurnar biðu eftir mér.Ég fann að Biskupinn var eitthvað spenntur en vonaði nú að kauði myndi nú ekki vera með vesen en mömmustrákurinn var nú heldur betur í stuði og startaði sér áður en ég náði að laga mig almennilega til í hnakknum og missti ég tauminn vinstra megin en náði sem betur fer að rífa í hann til hægri en mín eina hugsun var að lenda ekki aftan á stelpunum sem voru fyrir framan mig.Mér tókst að stoppa hann á vegg og sagði hann Villi að ég væri EKKI að fara í reiðtúr á þessum hesti hvorki með stelpunum né í Kvennareiðina.Hann var ekki lengi þessi elska að sækja einn þægann útí gerði og lagði meira að segja á hann fyrir mig .Því er ég nú ekki vön og fannst mér þetta algert dekur við mig og hálfskrítið!En við fórum saman stelpurnar í reiðtúr og komum alsælar til baka.Reyndar fórum við ekki eins langt og við ætluðum en það voru 3 laus hross á hlaupum sem við vildum ekki lenda í.

Biskup var geymdur á meðan við fórum í reiðtúrinn inní hesthúsinu hjá Villa og Karen og þegar að ég gekk að stíunni þá hörfaði hann og virtist vita uppá sig sökina.Ég var nú ekki sátt við þessi endalok með hestinn minn en ég lagði á hann aftur og fór útí réttina hjá Villa og ákvað að láta hann hlaupa úr sér vitleysuna þar.Mér fannst mjög gott að vita af fólki nærri til að hirða mig upp ef ég dytti nú af klárnum en frá því ég var 15 ára þá hef ég verið að brasa við allskonar hross og slasað mig of oft alein einhverstaðar og þurft að bjarga mér sjálf.En hvað um það.Ég dreif mig á bak og klárinn þaut hring eftir hring á yfirferðatölti og ég hélt mér bara í ólina sem ég var með á hnakknefinu.Hann fór svo loksins að slaka sér og þegar að hann var orðinn nokkuð viðráðanlegur og farinn að stoppa þegar að ég vildi þá bað ég Villa að opna hliðið og heim fór ég ríðandi á klárnum.Ég hef greinilega haldið mér fast í ólina því þegar að heim kom þá var ég blóðug á annari hendinni eftir átökin! Svo er ég marin á innaverðum hnjám líka.Gasalega hef ég klemmt,gott að Hebbi passi sig á kellunni sinni ef hún kemst aftur í þennan ham.

Ég á þvílíkt marga og góða vini.Allir eru tilbúnir að lána mér hest fyrir Kvennareiðina og er úrvalið eitt það besta sem völ er á.Það er sko bara allur pakkinn sem ég get valið úr og brá mér heldur betur þegar að mér var boðin hryssa ein sem er draumagæðingur allra....... það get ég svo svarið.Ég hreint út sagt tími ekki og þori ekki að bera ábyrgð á því að fá svona rokna gæðing undir mig í Kvennareiðina en allt getur skeð þar .Stundum tínast konur í Kvennareið hjá Mána og þá týnast reiðskjótarnir líka! Stundum snúa konurnar öfugt í hnakknum þegar að tilbaka er komið! Sumar konur koma til baka í bíl og skilja hvorki upp né niður í því hvar reiðskjótinn þeirra er? En allar koma þær aftur og enginn þeirra dó..................

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 193
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299282
Samtals gestir: 34502
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 16:09:19