Heimasíða Ásgarðs

10.05.2006 00:48

Stóðhestefni í búnkum!

Þessi spræki stóðtittur kom í dag til dvalar hér í Ásgarðinum og voru engir smá taktar í tittnum sem hreinlega sveif um með stertinn hátt á lofti.Það er langt síðan maður hefur séð svona fallegar hreyfingar og spái ég þessum fola vel ef hann heldur svona áfram.Faðirinn er nú enginn annar en hann Parker frá Sólheimum þannig að það er kanski ekki skrítið að folinn geti spriklað flott:))Verst að ég náði ekki mynd akkúrat þegar að fótlyftan var sem hæst en bíðið bara:)) Hamar og Óðinn fóru með honum í vorhólfið en áður fengu allir ormalyf.Hamar teygði sig sem mest hann mátti á brokkinu og Óðinn gerði svolítið óvænt en hann tók aðeins í skeið þegar að hann fipaðist í látunum og er ég bara sátt við það ef það verður ekki of mikið á yfirborðinu:)) En gott samt að vita af því þarna á bakvið.Set inn myndir á eftir af tittalátunum síðan í dag.

Ég verð nú að segja frá gærdeginum(8 Maí) en við vorum sko ekkert smá dugleg við Hebbi minn.Folarnir sem voru hér heimvið hús í vetur í rúllu þeir Silfri,Askur og Stirnir voru settir um borð í hestakerruna og keyrt uppí stóra hesthús þarsem þeir ætla að vera stilltir þartil þeir verða sóttir.Þar er langt í merar svo þeir geta dólað sér rólegir útivið í rúllu þar.Við tókum svo folöldin 6 sem þar voru í vetur og keyrðum þeim í heimahesthúsið en þar verða þau bundin á bás og ormahreinsuð og kenndir góðir siðir.Það er líka svo gott að geta hleypt þeim útá smá grænt gras en það er allt að verða grænt og fagurt hér.

Næst var að ná heim merunum en ég tók frá tvær sem að Magga á en þær voru að fara uppí Hvalfjörð í hagagöngu.Tinna er fylfull og best er að flytja merarnar áður en þær kasta.Það er minna stress á þeim heldur en með lítið kríli við hliðina á sér í kerrunni.Í leiðinni tók ég Hamar og Óðinn úr merarhópnum en það er tímabært að Óðinn fari frá mömmu sinni og að hryssurnar fái frið til að kasta.Hann er búinn að grenja látlaust í dag og lætur einsog smákrakki.Hamar hinsvegar varð afar hrifinn af honum Glófaxa og tuskuðust þeir sem óðir frameftir deginum en svo loksins stoppuðu þeir og fóru að éta rúlluna sem þeim var gefin.

Það gekk vel að keyra merarnar uppí Hvalfjörð og var tekið vel á móti okkur einsog vanalega í Katanesinu.Við Magga röltum með merarnar hennar í hólfið og röltum svo meðfram girðingunni til að fullvissa okkur um að allt væri í stakasta lagi.Það er allt orðið fagurgrænt og ekki bara áborin túnin heldur hagarnir orðnir mjög fallegir og finnst manni það óvenju snemmt að sjá.Sveinn og Hebbi hurfu í bílahugleiðingar inná verkstæði en þar er forláta fallegur bíll sem Hebbi varð voða hrifinn af en það er Cevrolet Nova Concorse 1977.......vona að þetta sé rétt stafað hjá mér hehehe.Ef þetta væri nafn á stóðhesti þá gæti ég stafað það.Eftir mikið blaður og kaffi/kökuát þá fórum við út og settum 2 hálmrúllur í hestakerruna og 3 á bílinn.Eitthvað glotti starfsmaður Spalar þegar að við renndum þar að en við vorum sko heppin að vera ekki þremur mínútum seinna á ferðinni en það var verið að loka göngunum útaf einhverju.Klukkuna vantaði 3 mínútu í 12 á miðnætti og rétt sluppum við niður í göngin en við vorum síðasti bíll sem fór í gegn fyrir lokun! Annars hefðum við þurft að fara ALLANN Hvalfjörðinn!!!! Við vorum komin heim í Ásgarð 1:30 alveg búin eftir daginn en alsæl með hann:))

Í dag (9 Maí) vorum við komin á lappir frekar seint.....segi ekki hvenær hehehe.En við skiptum út staurum í hólfinu sem tittirnir verða í fyrst um sinn og bættum við þriðja streng í girðinguna til að gera hana öruggari.Það var svoooooo.....heitt að á tímabili flúðum við inn í húsið okkar sem er nú venjulega vel heitt í! Það var bara ekki hægt að vera úti við í steikjandi sól og alveg stafalogni!!! Ég var á stuttermabol í dag og ég er ekki frá því að ég hafi tekið smá lit(Rauðann) í andlit og handleggi.Ég dauðvorkenndi fylfullu hryssunum sem að stóðu kófsveittar í sólinni og gerðu ekki annað en að þamba vatn úr karinu.Villimey er lystalaus og er ég viss um að nú fer hún að kasta og verð ég að hafa hraðar hendur á morgun og ormahreinsa hana áður en það skeður útaf folaldinu.Mér finnst alveg nauðsynlegt að ormahreinsa merarnar áður en þær kasta, til að folöldin drekki nú ekki mjólkurormana svokölluðu í sig.En núna verður maður víst að fá recept frá dýralækninum til að geta keypt 1 liter af ormalyfi,ekki skil ég alveg hversvegna? Hvað ætti maður svosem að gera við ormalyf fyrir skepnur annað en að ormahreinsa þær með því? Fara með brúsann útí búð og ota honum ógnandi að afgreiðslu manneskjunni og heimta peningana úr kassanum!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 202
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299291
Samtals gestir: 34505
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 17:04:46