Heimasíða Ásgarðs

02.01.2006 01:20

Hrossaflutningar

Þá eru hrossaflutningarnir í algleymingi.Ég hef aldrei skilið þetta algleymi orð.Mér finnst að þá sé allt alveg gleymt en það er víst þveröfugt.En hvað um það,við Magga fórum í dag uppí Hvalfjörðinn að sækja hrossin hennar.Ekki varð mér um sel þegar að bíllinn minn fíni fór að gefa frá sér undarleg hljóð á Reykjanesbrautinni.Það var einsog eitthvað væri að dragast á eftir honum eða brotna undir honum og mín renndi sér útí kant og rauk út til að kíkja undir gripinn.Vá" hvað maður verður ímyndaveikur svona einn á ferð!Ég var einsog leitarhundur sniffandi undir bílinn tínandi upp allskonar drasl sem ég sá,þefandi af illa lyktandi rusli sem ég fann í vegkantinum.Sem betur fer þá voru þetta bara druslur úr öðrum bílum.Helsta skýringin sem fannst var sú að bíllinn hafði bara verið að fara úr fjórhjóladrifinu á ferð.En sú heppni að vera ekki stopp og eftir vægt sjokk hjá okkur Möggu þá héldum við áfram för okkar.Hrossin hennar voru í hólfi lang langt ( að mér fannst) í burtu frá aðhaldinu.Eftir að hafa handsamað Heru með brauðmútum þá var næst að mjaka þeim í áttina að bænum en hrossin voru frísk og hress og tóku strauið um allt.Þar fuku öll jólakílóin af mér úffffffff.En eftir hlaupin og lætin þá náðust þau aftur og tókst okkur að mjaka þeim í aðhald við bæinn.Við Magga vorum helst á því að þau þjáðust af blýskorti og eftir miklar skammir og læti í okkur þá held ég barasta að þau hafi flest verið farin að hiksta.Þegar að við náðum andanum aftur og hjartað hætti að ólmast svona og lungun fóru að slaka á þá lagaðist þetta allt saman.Með góðri hjálp frá Sveini í Katanesi þá komum við Heru,dóttur hennar Kapellu og Díönu uppá kerruna.Það voru hróðugar kellingar sem að óku úr hlaði um kvöldið með þessi þrjú hross.Gasalega er gaman þegar að vel gengur í þessu hrossastússi.Þegar að heim í Ásgarðinn kom þá fóru Hera og Díana Indíánadóttir í heimahesthúsið en Kapella var tekin undan og sett útí stóra hesthúsið.Kapella er virkilega væn og stór,næstum því eins stór og mamma hennar.Díana verður bara fallegri og fallegri eftir því sem að hún stækkar.Hún er fallegri á skrokkinn en hún systir hennar hún Skjóna mín.Það verður gaman að vita hvað verður með hana Díönu í framtíðinni.

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 313177
Samtals gestir: 36937
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 21:01:04