Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2006 Nóvember

02.11.2006 01:12

Norðurland-Austurland og Borgarfjörður

Við fórum vinkonurnar norður í land að mynda hross fyrir fólkið á Háleggstöðum.Sabine er að gera vefsíðu fyrir þau og eru þarna margir og skemmtilegir litir í stóðinu þeirra.Það var snjór yfir öllu og allt svo hvítt og hreint yfir að líta.Þetta var heilmikil en skemmtileg vinna.Verst var að Sabine var aftur komin með hálsbólgu og skemmdi það svolítið fyrir þó að hún hafi nú ekki verið að kvarta stelpan enda hörkukvendi og lét engann bilbug á sér finna.Ferðalagið tók þrjá daga og það munaði ekki miklu að við yrðum bara fyrir norðan vegna snjókomunnar sem var heilmikil og tafðist rútan sem átti að sækja okkur í Varmahlíð um hálftíma eða meir vegna þess að bílstjórinn þurfti að setja undir keðjurnar sem svo slitnuðu í látunum og stórskemmdu rútuna! En heim komumst við og náðum að "hvíla" okkur í einn dag hér heima og vinna aðeins upp það sem Hebbi minn hafði ekki ráðið við einn áður en við stungum hann aftur af en það var ferðinni heitið austur fyrir fjall.

Fyrst fórum við í Ægisíðuna og þar tók mamma hennar Sokkudísar hennar Sabine á móti okkur.Hún er svo yndisleg og sæt meri þrátt fyrir að vera alveg ótamin.Þarna voru fullt af flottum folöldum,Hróksafkvæmi sem voru voðalega falleg og flottar hreyfingar í þeim! Prins Oturssonar afkvæmin voru líka falleg en þar hafði Prins vinninginn framfyrir Hrók en Prins gefur afskaplega mikið af skjóttum folöldum.Hinsvegar að hinum ólöstuðum þá voru Hróksafkvæmin yfirleitt með fallegri hreyfingar og afskaplega stilltu þau sér flott upp!

Held að þetta sé strákur,er þó ekki viss en hann er ansi stór og stæðilegur þessi.Þessi sama meri kom með alveg eins folald í fyrra undan Hrók,svona risastórt og myndarlegt en þetta folald hreyfir sig mun betur en það frá í fyrra.

Móna og Félagi Barrasonur frá Fellskoti.Þessi er með kúlunum og á að sjá til með hann,spennó!

Við gistum hjá frábæru fólki á Selfossi og var mikið gaman að kynnast henni Mónu sem er þýsk en hefur búið hér á landi í ein fimm ár og er nánast orðinn Íslendingur .Hún fór með okkur á nokkra bæi að mynda en hún á þessa líka fínu cameru,svipaða vél og Sabine er með! Allstaðar var tekið vel á móti okkur en á einum bænum gafst ég upp vegna þess að ég er með eitthvað sem heitir hælspori (bein sem vex útúr hælbeininu) og beið ég í fjárhúsi á einum bænum og fylgdist með þegar að var verið að flokka lömbin á Sláturbílinn.Eftir það var ég drifin inní kaffi og kræsingar á bænum hjá fólki sem ég hvorki þekki né þekkir mig! Þetta var alveg ekta íslenskt sveitaheimili,konan búin að baka sjálf heilmikið og virkilega búmannslegt um að litast hjá þeim.Hvenær kemur að því að ég get orðið svona "ekta"bóndakona með svuntu,sveitt yfir vöfflujárninu og rjóð í kinnum .

Mér tókst nú reyndar að stórskemma (eyðileggja) cameruna mína í leiðangrinum fyrir austan en í einhverju óðagoti í skítakulda þá missi ég cameruna á steinsteypta stétt og hún fór alveg í klessu! Ég reyndi að notast við þá nýju sem er nú reyndar fín í að mynda smáhluti einsog blóm og pöddur og vídeóið á henni er bara nokkuð gott.En ég var ekki alveg að fíla mig með hana enda kann ég ekkert að stilla hana blessaða og ætti ég bara að reyna að selja hana einhverjum sem hefur meira vit á svona myndavél.Einhverjum sem hefur áhuga á að mynda td. pöddur á hægri ferð hehehehehehe.

EN það eru góðar fréttir að myndavélinni sem ég missti,þeir hjá Elkó ætla einfaldlega að láta mig hafa glænýja cameru í staðinn fyrir hina sem var dæmd ónýt en ég hafði sem betur fer tryggt hana til 3ja ára ef eitthvað skildi nú koma fyrir hana! Ég fæ reyndar ekki alveg sömu tegund en sambærilega vél og er ég hin ánægðasta með þetta allt saman.

Ferðin í Hvalfjörðinn var alveg með ólíkindum!Það gekk vel uppeftir en við fórum ég,Magga og Sabine á Fagra-Blakk með hestakerruna aftaní og var ætlunin að sækja tvo skjótta gæðinga fyrir hana Möggu en þeir voru nú ekki alveg á þeim buxunum að verða við ósk okkar um að koma með okkur,annar var vant við látinn lengst lengst í burtu að belgja sig út og ekki viðlit að ætla að reyna að ná honum enda birtan að hverfa.Hinn þáði gott úr hendi og lét það duga og vildi ekki meiri samskipti af okkur tvífætlingunm,í múlinn skildi hann sko ekki.Á endanum tókum við gamla þæga reiðskólameri og eitt þriggja vetra trippi leiðitamt með henni og settum á kerruna.Þá var bara að leggja í hann og fannst mér nú ekki vera vit í öðru en að hafa Fagra-Blakk í fjórhjóladrifinu að göngunum vegna hættu á hálku en hjá Verksmiðjunni þá kom brothljóð og högg undir honum og þegar að ég steig út þá flæddi olían undan honum af millikassanum! Sem betur fer þá var hægt að keyra hann aftur til baka og beint inná gryfjuna hjá Sveini í Katanesi sem var snöggur að finna útúr þessum vandræðum okkar kvennanna.Hann var að sníða til bót fyrir millikassan svo við gætum minnsta kosti komið hrossunum í bæinn og bílnum heim en hvað þá????? Fer ekki rafmagnið af öllum Hvalfirðinum! Við drifum okkur bara í hús og sló Sveinn bara upp veislu fyrir okkur og drukkum við ískalda mjólk og ruddum í okkur brauði og allskyns kökum.Þarna biðum við þrjár með Sveini í heila tvo tíma við kertaljós og voðalega rómó,vona bara að Sveinn bíði þess bætur eftir þetta ævintýri að sitja uppi með okkur í myrkrinu svona einhleypur á besta aldri! Held nú bara að hann hafi haft lúmskt gaman af þessu brölti öllu saman hehehehe.Ég hringdi í hann Hebba minn og kom hann á svipuðum tíma og rafmagnið en þá var Sveinn búinn að hita kaffi og gefa okkur Koníak og Opal snafs til að skerpa aðeins á okkur .Enda veitti okkur ekki af eftir allt þetta ævintýri.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 368
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297687
Samtals gestir: 34338
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 13:53:09