Heimasíða Ásgarðs

15.12.2006 00:28

Dímon Glampasonur kominn á hús

Í dag kom hann Siggi Dímonar"pabbi"og kom honum Dímon sínum í stíu uppí stóðhestahúsi.Það þurfti ekki kerru eða neitt vesen,klárinn ekki nema tveggja vetra gamall (á þriðja vetur) teymdist einsog ljós í hendi alla leið frá merunum sínum og inní stíuna sína .Ekkert nema gæðin blessaður folinn,svona á geðslagið að vera.Ég held að hann Siggi hafi bara verið ánægður með folann sinn eftir sumarið því hann færði mér þessa líka flottu Súkkulaði/Marsipan körfu og tvær tegundir af þessu flotta kaffi! Ekkert smá krúttlegur drengurinn !

Annars vaknaði ég nánast standandi útá gólfi eldsnemma í morgun við hátt hnegg útí myrkrinu! Shittur hvað mér brá! Ég gat ekkert annað gert en að hella uppá kaffi og bíða eftir dagsbirtunni.Það kom svo í ljós að enn eina ferðina var laust hross frá nágrannanum og núna var búið að hlaupa niður girðinguna hjá Villa og Karen og flest þeirra hross komin útá götu! Fyrir tveimur dögum hljóp þetta sama hross í gegnum girðinguna mína og inn og svo á hana aftur og braut niður staura en það slapp að ég missti út mín hross.Einn daginn endar þetta með slysi .Ég er mikið að pæla í að redda mér rimlahliði svo ég fái ekki áfram laus hross í rúllurnar okkar en á þessu ári eru lausagöngu hross búin að gata fyrir okkur 39 rúllur!Fyrir utan hvað þau eru búin að brjóta af staurum,naga bíla og annað fleira.

Helga Skowronski og Elsa ýr komu í heimsókn í dag.Við fórum rúnt um stóðin og fengum okkur svo heitt kaffi og ég bakaði vöfflur handa okkur.Elsa greyið hélt að hún væri í heitu löndunum og það lá við að hún kæmi á stuttbuxunum .Þegar að við vorum búnar að afþýða hana þá fórum við uppí stóðhestahús og kíktum á stóðhestana og öll folöldin þar.Þeim leist svakalega vel á folöldin og einsog venjulega þá eru Vals folöld sem stela senunni!Þau eru líka djö.....flott!

Biggi og Sigga komu með restina af reiðskólahrossunum og hjálpuðu sér bara sjálf með að setja þau í hólf og tvö inní hesthús sem ég geng frá á morgun.Gott þegar að fólk er sjálfbjarga ef ég er að gera eitthvað annað en ég og Hebbi vorum að setja inn heyrúllur og nóg að snúast uppfrá á meðan.Við skelltum upp nýrri stíu í snarheitum fyrir eitt folaldið sem gengur illa að láta sameinast hópnum og fundum annað gæft og rólegt handa því sem stíufélaga.Það þýðir ekki að láta folöldin ganga frá hvort öðru en þau geta verið ansi óvægin hvort við annað ef þau koma ekki úr saman stóði einsog er með þetta folald.

Folöldin eru orðin mjög skemmtileg og róleg og gott að eiga við þau.Báðir stóru hóparnir fara núna út saman,Ægisíðufolöldin og Vals folöld.Þau eru 7 og 7 og það er ekkert mál að láta þau rata svo í réttar stíur aftur þegar að þau koma aftur inn.Mig er farið að klægja í puttana að leyfa þeim útí stóra leikhólfið en þar geta þau aldeilis teygt úr skönkunum og miklu skemtilegra að taka af þeim myndir .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296614
Samtals gestir: 34137
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:46:07