20.02.2013 21:10

Húsbruni, tittasprell og Hrókur farinn inná Mánagrund

Hér er vorveður og hlýtt,bara peysuveður dag eftir dag og allir að kafna úr hita.

Við fréttum af "íkveikju" inní Garði og auðvitað fórum við að kíkja á hvaða hús var að brenna.
Það var húsið Móar sem hefur staðið autt í all langann tíma og var slökkviliðið með æfingu og allir stóðu þeir hinir rólegustu á meðan að húsið brann.

Sprellarnir þeir Spænir og Máni léku við hvern sinn fingur í góða veðrinu,þeir eru voða kátir að fá að fara út og tuskast á og leika sér.

Þeir eru orðnir einir uppfrá en hann Hrókur er farinn í lán inná Mánagrund en þar er ung dama sem ætlar að leika sér aðeins með hann og ríða út.

Klárinn hefur nú afskaplega gott af því að líta uppúr rúllu og fara á járn og hreyfa sig aðeins.

Toppur minn er alltaf að láta mig fá nett hjartaáfall en hann liggur stundum steinsofandi á hliðinni einsog dauður væri.

Stundum jórtrar hann svona liggjandi með lokuð augun,skildi það geta verið að kindur jórtri sofandi?

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2815361
Samtals gestir: 503776
Tölur uppfærðar: 25.4.2018 20:57:07