Heimasíða Ásgarðs

21.11.2016 12:28

Girðingarvinna í blíðviðri


Kindurnar og lömbin una sér vel á haustbeitinni,Garðskagaviti í baksýn.

Upp og út að vinna,girtum af túnið sem við unnum í vor en merarnar eru að hreinsa upp það sem kindurnar skildu eftir og var óslegið.Vonumst til að geta klárað að vinna þann hluta næsta vor og svo fá merarnar ekki að fara aftur inná tún,þær eiga það til á vissum árstíma að grafa holur og skemma þegar að gróðurinn er að lifna við eldsnemma vors.

Veðrið var frábært,logn og sól og við unnum alveg frammí myrkur við að pota niður staurum og setja upp þráðinn,náðum að klára og opna aftur niður á tún.
Meranar átta sig á þessu þegar þær rölta aftur niður úr í björtu.

Útí kanínuhús að fóðra nínurnar sem blása út af bygginu og höfrunum sem þær fá með heyinu.
Hænurnar,aligæsirnar og aliendurnar fá líka korn og eru afar glaðar með það þó aligæsunum finnist gott að fá brauð með líka.
Þær eru hrifnar af brauðmeti en allsekki snúðum eða öðru sykurjukki.

Gimbrarnar eru að róast og 2 farnar að koma og borða brauð úr hendi en það er hún Lilla litla Höfðingjadóttir sem varð útundan en annar speninn á mömmunni eyðilagðist.
Hin sem er ansi frökk og étur brauð hjá mér er hinsvegar stærsta gimbrin í húsinu en það er hún Baugalín Kornelíusardóttir.
Semsagt minnsta og stærsta gimbrin eru orðnar brauðspakar á öðrum degi í dekrinu
Þetta lofar góð eða...........!

Vorum komin heim fyrir fréttir og ég tók smá húsmóður sveiflu og bakaði jólaköku í brauðvélinni,Roomba ryksugaði á meðan ég braut saman þvott,setti í þvottavél og hengdi svo upp.Tók wc-ið og þreif hátt og lágt,nennti ekki að þurrka af enda sé ég ekkert af viti á kvöldin í þessu myrkri.

Talandi um myrkur,keyptum meira af þessum yndislegu perum sem lyfta manni upp í skammdeginu!
Ég er ekki frá því að ég sé bara miklu aktívari núna en við erum að verða komin með þessar perur á flesta staði og í fyrra voru settar ansi margar upp í kanínusalnum og fjárhúsinu og það er allt annað að vinna þar núna.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296614
Samtals gestir: 34137
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:46:07