Heimasíða Ásgarðs

20.11.2016 12:21

Tókum gimbrarnar undan


Mjölnir með Mjólkurhyrnu móður sinni í September

Jæja,fórum í að aðskilja gimbrarnar frá mæðrum sínum og settum mömmurnar útí rúllu.
Sumar eru enn að mjólka og eftir smá stund þá fóru kindurnar að týnast úr rúllunni og jarma á hurðinni og nokkrar af gimbrunum inni fóru að hágráta.
Lambhrútarnir þeim Svanur,Skúmur og Mjölnir eru farnir að tuskast ansi mikið og slást og um daginn fékk Mjölnir blóðnasir en það lagaðist svo.
Í fyrradag þurfti að taka hann frá en hann var hálf vankaður blessaður og greinilega með hausverk,lagðist niður og var slappur en í dag var hann orðinn góður.

Gáfum merunum og folöldunum líka rúllu og einnig fengu stóðhestarnir Hrókur og Náttfari sína rúllu.
Enn er auð jörð og næg beit með og veðrið alveg dásamlegt.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285479
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:37:54