Heimasíða Ásgarðs

28.02.2006 23:55

Gestagangur og Mjölnir farinn.

Fullt af skemmtilegu fólki kíkti við hjá mér um helgina og í nógu var að snúast.Einna helsta sem ég man voru Boggi og Eygló færandi hendi með guðaveigarnar í Ásgarðinn.Síðan hef ég setið að sumbli og vart geta stunið upp orði.............eða þannig hehehe got ya people! Ekki þýðir að hafa nóg að drekka en systir mín og mágkona sáu um það að ég og Hebbi horféllum ekki og komu færandi hendi með Kentucy sjálfann og Pepsi Max.Það eru nefnilega svo miklar líkur á því að við séum að horfalla hérna í Ásgarðinum eða þannig sko......skilurrru.Ohhhhh.....ég er komin með þessi Silvíu heilkenni einsog næstum því hver einasti Íslendingur.Er ekki hægt að fá pillur við þessum óþverra eða á maður bara að borða eitt sápustykki eða svo og málið er afgreitt!

Við erum svo yfir okkur glöð með nýjustu gestina hér á bæ en það eru vælandi Smyrlar sem eru að taka til í Staragerinu sem að svífur hér um og étur brauðið frá Öndunum og sefur í útihúsunum okkar okkur til mikillar mæðu og ama.Smyrlarnir tveir eru alveg snillingar þegar að þeir sitja fyrir Störunum sem að reyna að leynast allstaðar fyrir þeim.Eltingarleikurinn er alveg rosalegur þegar að Stararnir komu úr felum og fljúgja þá fuglarnir svo hátt á loft að maður varla kemur auga á þá.Þetta kemur sér vel að fá svona sjálboðaliða til Staraeyðingar en Starinn er allstaðar að troða sér með sína hreiðurgerð og lúsafaraldri sem honum fylgir.Hver kannast ekki við það.

Loksins kláruðum við Tittahólfið við stóra hesthúsið og Hrókur fékk að fara út og vígja það.Ekki þótti honum þetta neitt voðalega spennandi sem við vorum búin að gera heldur fór hann bara að kroppa grænu nálarnar sem eru hér um allt eftir hlýjindakaflann.Mér tókst að reka hann til með allskonar skrækjum og látum og náði að mynda einhver spor hjá kauða áður en hann setti niður hausinn til að kroppa meir.En lyktin sem kom frá honum...... mmmmmm nammi grænt gras lykt einsog að sumri:)))

Ég fékk alveg nóg í dag að horfa uppá kallinn minn sveittann að gera Virðisaukaskattskýrsluna í höndunum uppá gamla mátann.Allt skrifað með blýanti og reiknað samviskusamlega á reiknivél í fleiri klukkustundir.Ekker má klikka eða reikna vitlaust.Mín skellti sér í símann og pantaði DKBúbót og núna skal gera þetta rafrænt í gegnum tölvuna og skila öllu heila klabbinu sjálfur.Við verðum á háu tímakaupi við að gera skattaskýrsluna sjálf því að reikningurinn síðustu árin frá Endurskoðandanum okkar en alveg hreint himinnhár.Vel á annaðhundraðþúsund takk fyrir!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 393
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296650
Samtals gestir: 34141
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 11:08:53