Heimasíða Ásgarðs

22.02.2006 23:56

Með öndina í hálsinum og maganum:)

 
Maður er þvílíkt gleyminn,bloggar endrum og eins og er svo að gleyma hinu og þessu.Ég man ekkert hvað ég var að gera í gær.................jú"þetta venjulega að gefa öllum að borða.Hrókur fékk að fara í annað sinn út með stóðhestefnunum hans Agnars og geri ég það ekki aftur að hleypa þeim út saman.Ætlunin var að þeir hreyfðu Hrók fyrir mig sem að þeir voru voðalega duglegir við, einsog líka núna.
En það kom að því að það fauk í hann gamla og þegar að ég var búinn að fylgjast með þeim í nokkurn tíma og einn af folunum var búinn að hanga svolítið lengi á hálsinum á honum þá fauk í hann og ég fékk að sjá hann reiðann í fyrsta skipti á ævinni að verða 8 vetra gamall.Hann borgaði fyrir sig og beit í hinn þannig að hann gat sér enga björg veitt.Ekki var hann nú lengi að sleppa þegar að ég lét prik vaða í rassgatið á honum.En svo hristi ég framan í hann plastpoka sem ég var með í vasanum og þá var hann fljótur að gleyma öllu öðru.Skellti ég honum inn og leyfði folunum að vera aðeins lengur útí rigningunni.
Folarnir voru fegnir þegar að ég hleypti þeim inn í nýspónaðar stíurnar og gaf þeim vel af heyi.Þeir eru að springa út og verða ansi flottir á búkinn.Leiknissonurinn er langflottastur af þeim og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
 
Núna erum við að bíða eftir honum Bjarna sem að er að koma og sækja sér endur.Vel tókst að veiða þær greyin enda eftir að Hebbi stækkaði og dýpkaði tjörnina þá var einsog tappi hafi verið tekinn úr baðkari og seytlar vatnið að mestu niður úr jarðveginum og bara smá pollur fyrir þær að synda á.
Og svo kom Bjarni:
Bjarni og Þura komu og sóttu 5 andarkellingar og hrafninn sem að fyrirfór sér hérna fyrir nokkrum vikum á klaufalega hátt.Hentugt því Bjarna vantaði svona fínann hrafn í uppstopp.
Ekki stoppuðu þau lengi en kíktu þó á hvolpana og völdu sér eina tík og þá er öllum hvolpunum ráðstafað.Sú feita og stærsta fer að Torfastöðum eftir tvær vikur.Sú á eftir að vera í dekri þar:)))
 
Við hjónin vorum framí myrkur að mæla bilið á milli stauranna í titta/folalda hólfinu.Sóttum við staura og settum niður síðasta hornstaurinn og lögðum einn vír þannig að þetta er allt að komast á skrið.Reyndar verð ég að fara í húsasmiðjuna og kaupa hitt og þetta sem vantar uppá svo að þetta verði einsog kallinn vill hafa það.Það er sko ekkert verið að gera þetta fyrir næstu árin heldur næstu öldina:)) Hann vill gera þetta vel og er það hið besta mál.
Síðan löguðum við rafmagnsþráðinn á milli stíanna þannig að folöldin séu ekki að vesenast á milli með hausinn og éta frá hvort öðru.Ég tók nefnilega eftir því að hún Feilstjarna var alltaf pakksödd en samt alltaf hey hjá henni.Hún nefnilega bauð sér í veislu í næstu stíu með hausinn sinn og át með Freyju og bróður hennar.Feilstjörnu brá heldur betur þegar að nýji fíni þráðurinn gaf henni þetta rokna stuð og reyndi hún ekki að bjóða sér í matarboð í næstu stíu eftir það.Engil færði ég yfir til hennar í gær og er hann í rokna fýlu yfir því að hafa verið færður frá Kapellu vinkonu sinni.Hann étur ekki einu sinni heldur hengir haus útí horni.Hann þarf ekki að kvarta yfir stíufélaganum því hún er ekkert að ybbast við hann á nokkurn hátt.
 
Alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt um fuglaflensuna.Núna er hún komin í Húsdýragarðinn og er veiran eitthvað óhraust og lélegt eintak af henni þar.Hún á að hafa fundist þar líka í fyrra og hitteðfyrra.Þannig að ég er óhrædd við að éta mína fugla enn sem komið er en ætla að skella þeim inn hið fyrsta.Reyndar vorum við hjónin að gúffa í okkur heimaalinni önd að hætti hússins hehehehe og ég stend enn upprétt og allsgáð.Þær eru ekkert smá góðar á bragðið og ég er stolt af því að geta framleitt í mig og mína hollan mat sem er ekki fullur af allskyns rotvarnarefnum og óþverra.Enda blómstar maður (í allar áttir).

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2545
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 293865
Samtals gestir: 33723
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 10:13:11