Heimasíða Ásgarðs

18.01.2006 23:28

Rólegheit í dag

Þetta var nú meiri rólegheita dagurinn í dag enda Gemsinn minn týndur frameftir öllum degi.Mér fannst líka eitthvað skrítið hvað hann þagði!En einsog venjulega þá fann ég hann í bílnum seinnipartinn og voru nokkur missed call á honum.Reyndar var ég komin á fætur fyrir allar aldir en ég vaknaði klukkan fimm í morgun við að Hebbi var ekki farinn í vinnuna sem var kannski ekkert skrítið vegna þess að vinnubíllinn sat fastur fyrir ofan kanínuhúsið okkar í skafli og stórbyl.Aumingja bílstjórinn hjá IGS sá ekkert hvað hann var að fara og ekki tókst þeim að losa bílinn þrátt fyrir öflugan jeppa sem kom á staðinn en spottinn á milli bílanna slitnaði altaf.

Ekki gat ég sofnað strax aftur og fór ég að póstast við hana Sabine vinkonu mína eldsnemma í morgun en hún er mikill morgunhani þveröfugt við mig hehehe.Hún er að vinna í heimasíðunni minni og er hún að verða mjög góð hjá henni.Eitthvað vantar þó af upplýsingum um fleiri merar en þetta kemur allt saman hjá okkur.

Agnar og Kamilla komu í dag að kíkja stóðhestefnin sín og voru folarnir reknir á bás og ormahreinsaðir,teknar upp lappir og stroknir vel og vandlega.Rosalega eru þeir stórir og þá sérstaklega hann Maximus sem er ekki nema veturgamall og er á hæð við Biskup minn sem er nú talinn hár í loftinu.Það verður gaman að sjá hvað framtíðin ætlar þessum folum og hvað verður.Bara spennandi að fylgjast með þeim.Agnar og Kamilla kíktu með mér uppí stóra hesthús og var tekinn  "túr"um húsin og allar dýrategundirnar kynntar.Svei mér þá ef að Agnari leist ekki best á Íslensku Landnámshænuna!

Hrókur fór einsog vanalega með folöldunum út og velti sér heil ósköpin öll í snjónum.Þau sprikluðu um á meðan ég bar undir sag og hálm og kláraði að fóðra kanínur og fugla.Ég var komin inn um níuleytið en þá var ég búin að bæta meiru heyi á graðfolana í heimahesthúsinu.Hvolparnir hennar Skvettu stækka og dafna og núna eru þeir farnir að sjá og skríða um allann kassann sinn.Það fer að líða að því að þeir fái að borða fyrsta matinn og þá verður nú stuð á þeim.Svo er að reyna að koma þessum krílum út,veist þú um gott heimili handa þeim?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285377
Samtals gestir: 33372
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:40:23