Heimasíða Ásgarðs

18.01.2006 07:39

Gjafadagur

Jæja"loksins slotaði veðrinu og hægt var að ná traktornum úr húsi og hefja gjöfina hér í Ásgarðinum.Allir voru orðnir svangir og urðu voða glaðir þegar að þeir heyrðu í traktornum.Það er nú meira hvað hrossin þekkja vel traktorinn sérstaklega þegar að maginn er tómur.Merarnar sprikluðu og hlupu um allann hagann og geldingarnir í næsta hólfi létu ekki sitt eftir liggja og tóku flogaköst um allann hagann.Það voru gefnar út 10 rúllur í dag og tók það okkur um 2-3 tíma að koma þeim til hrossanna vegna þess hve fennt hafði mikinn snjó að heystæðunni.en það voru ánægð hross sem að mauluðu á heyinu og tók ég margar myndir af þeim.

Stóðhestefnin fínu voru drifin útí réttina og látin sprikla í snjónum en þeir voru nú hálffeimnir að taka fyrstu sporin í skaflinn sem að var í réttinni.Þeim leist nú svo illa á þetta fyrst að þeir fóru bara allir inn aftur og varð ég að reka þá uppá skaflinn en eftir fystu stökkin þá var nú skyrpt úr hófum og skalfinn var ekki sjón að sjá eftir atganginn í þeim.Ég náði nokkrum góðum myndum af gaurunum þrátt fyrir myrkrið sem var að skella á.

Síðan var að drífa sig í stærra hesthúsið og sinna Hrók og folöldunum.Þeim leiddist nú ekki að hamast í snjónum og meira að segja Hrókur tók sér smá frí frá því að kljást við þau og spriklaði nokkur spor með þeim "sko gamla minn".Ég kalla hann "gamla"þessa dagana því að hann er einn með 5 folöldum útfrá og hlýtur því að vera frekar gamall í þeirra augum minnsta kosti þó að hann sé á áttunda vetri.Það er nú meira hvað hann er góður við krílin sín sem að hann má helst ekki sjá af.Hann setur alltaf upp áhyggjusvip ef að eitthvert folaldið verður hrætt og fer að hrýna og hleypur til að athuga hvað sé að.Klárinn er farinn að fjúka úr hárum þrátt fyrir að vera í köldu og óupphituðu hesthúsi.Það er gaman að fóðra hann því að hann er alltaf fljótur úr hárum og glansar alltaf í svo fallega á feldinn.

Við náðum að klára að fóðra allar skepnur fyrir fréttatímann og er það ansi snemmt hér á bæ en góð tilbreyting.Skellti ég hrygg í ofninn og gerði heimatilbúinn ís handa okkur seinna um kvöldið í ísvélinni góðu sem ég gaf kallinum í jólagjöf!Hann er vitlaus í ís einsog ég reyndar líka en núna er stefnan sú hjá okkur að gera hollustuís sem hægt er að háma í sig að vild.Stundum læðist nú einn og einn súkkulaði moli með :)))) En hvað um það þegar að meiri hlutinn eru ávextir og hollusta!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296536
Samtals gestir: 34128
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 07:28:18