Heimasíða Ásgarðs

25.12.2005 23:26

Yndislegur tími

Mikið agalega small allt saman hjá mér fyrir jólin.Svona er að vera vel skipulögð(ekki mín stærsta hlið hingað til)en núna varð þetta allt saman svo auðvelt viðureignar.Reyndar brá okkur hjónunum svolítið daginn fyrir Þorláksmessu en þá þurfti bílinn okkar endilega að bila.Stýristöng datt úr sambandi en svo vel vildi til að það skeði hér heima á mjög lítilli ferð.Vorum við að enda við að gefa öndunum brauðið sitt og svo var ætlunin að skella sér í bæinn í fimtugsafmælið hans Magga mágs hennar Lillu systur.Sem betur fer þá fór stýristöngin úr sambandi þá en ekki á Reykjanesbrautinni á fullri ferð!En við fengum far með Önnu systir og Kidda mág.Skemmtum við okkur öll mjög vel og var mikið sungið og hlegið.Ég hafði ekki undan að mála á mig nýtt andlit því að það lak stöðugt af mér í hláturrokunum.

Á Þorláksmessunni þá gerði Hebbi við bílinn og brunuðum við fyrst í Bónus í Njarðvík og versluðum allann matinn fyrir hátíðirnar og svo skelltum við okkur í bæinn að kaupa jólagjafirnar og deila þeim út.Því lauk á slaginu tólf og þá var eftir að fá sér Skötuna en Hebbi afþakkaði kurteislega og fékk soðinn Þorsk.Eftir að ég hámaði í mig Skötuna þá var næst að gefa dýrunum að borða matinn sinn en því lauk klukkan fjögur um nóttina.Það gerði svosem ekki mikið til því að gjöfin á undan var vel ríflega og enginn orðinn sársvangur nema við Hebbi.Skreið ég þreytt og sæl uppí rúm klukkan fimm og sofnaði vært.Segi ekki hvenær ég vaknaði næsta dag hehehe!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 295009
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 19:31:46